Friday, November 07, 2008

FLOKKURINN hreykir sér af "öflugum aðgerðum" ríkisstjórnar til varnar heimilum: Viljayfirlýsing, leita samráðs, vakta breytingar, eitt í einu....

Gefa tíma fyrir pappírstætarana.

Tekið af vef XD (Sjálfstæðis-Flokkurinn)

Aðdáun Sjálfstæðis-flokksmanna á “öflugum” aðgerðum ríkisstjórnarinnar

Niðurstaða vefstjóra:
1. gefa tíma fyrir pappírstætara
2. gera eitt í einu
3. fjölga ráðgjöfum
4. breyta lögum svo auka megi lántökur hjá almenningi
(með auknum ábyrgðum að sjálfsögðu)
5. símanúmer
6. tilmæli
7. lýsa yfir vilja
8. leita samráðs
9. vakta breytingar

Ef þú hefur einhvern tímann komið nálægt nefndar- eða stjórnunarstörfum þá þekkirðu að þetta er ósköp lítið. Orðalag eins og lýsa yfir vilja, leita samráðs, vakta breytingar, er notað þegar ekkert er verið að framkvæmda heldur að róa liðið, setja oní skúffu. Gufa.

Og Sjálfstæðismenn eru hreyknir af þessu! Hvað með Samfylkinguna? Eruð þið hreykin af þessu?

(Vefstjóri hefur rauðlitað það sem honum þykir sérstaklega fyndið og sett inn í sviga sínar eigin bláu vangaveltur.)
--------------------------- Hér byrjar ballið:
http://xd.is

Fréttir og tilkynningar
07. nóvember 2008 | 17:43:36

Öflugar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að verja stöðu heimilanna

Hrun bankakerfisins hér á landi hefur valdið íslenskum almenningi, fjölskyldum og heimilum í landinu miklum erfiðleikum. Eins og kunnugt er samþykkti Alþingi svonefnd neyðarlög þann 6. október sl. til þess að lágmarka það tjón sem fall bankakerfisins myndi valda og slá skjaldborg um innlenda hlutann í starfsemi bankanna og leitaði í kjölfarið eftir samstarfi við IMF.
(Af hverju var það gert í kjölfarið? Af hverju ekki strax? Var ekki hægt að gera tvennt í einu? var það til að gefa pappírstæturunum tíma til að vinna?)

Auk þessa hefur ríkisstjórnin kynnt fjölmargar aðgerðir á þessum tíma til þess að verja stöðu heimilanna í landinu.

Efling Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna
(eflingin fólst í því að fjölga ráðgjöfum, ekkert annað. Og það sem ráðgjafarnir hafa leyfi til að gera er að reikna út hvort fólk geti skuldbreytt vanskilum og aukið lántökur með veðheimildum. Sömu upplýsingar getur fólk fengið á vef félagsmálaráðuneytis. Síðan sendir Ráðgjafaþjónustan fólk til viðkomandi lánastofnunar til að ganga frá pappírum).

Samræmt þjónustunet upplýsinga - grænt númer 800 1190
(símanúmer sem segir frá símanúmerum félagasamtaka hm…)

Komið til móts við námsmenn erlendis (boðið er upp á auknar lántökur)

Almenn velferð nemenda
Tilmælum var beint til skólastjórnenda og forstöðumanna opinberra stofnana að huga að almennri velferð nemenda og starfsfólks stofnana og að sérstaklega verði gætt að þeim sem kunna að hafa orðið fyrir skakkaföllum í tengslum við atburði síðustu vikna.
(Bréf frá menntamálaráðherra í upphafi október til skólameistara sem sendu bréf á kennara og beindu þeim tilmælum niður [dripple down effect]: að vera jákvæð og segja nemendum frá því að kreppan sé bara tímabundið ástand. )


Mildaðar innheimtuaðgerðir
Heimildir Íbúðalánasjóðs voru rýmkaðar til að koma til móts við lántakendur sem lenda í greiðsluerfiðleikum ásamt því að sjóðurinn mildaði innheimtuaðgerðir með tilliti til ástands efnahagsmála. (boðið er upp á auknar lántökur og leyfa gjaldþrota fólki að búa í 3 mánuði í sínum fyrrverandi íbúðum í stað eins mánaðar )

Breytingar á lánum auðveldaðar (auknar lántökur)
Þá hefur ríkisstjórnin boðað lagafrumvarp sem felli tímabundið niður stimpilgjöld af skilmálabreytingum og skuldbreytingalánum af íbúðahúsnæðisveðlánum. (fyrir lántöku á tímabilinu frá 1.okt. til áramóta)

Lenging skuldbreytingalána (auknar lántökur)
Ríkisstjórnin hefur samþykkt framlagningu frumvarps um breytingu á lögum um húsnæðismál sem heimili lengingu skuldbreytingalána vegna vanskila hjá Íbúðarlánasjóði úr 15 árum í 30 ár og að lengja upphaflegan lánstíma lána sjóðsins vegna greiðsluerfiðleika í allt að 30 ár í stað 15 eins og nú er.

Aukið námsframboð í háskólum og framhaldsskólum
Háskólar landsins hafa þegar lýst yfir vilja sínum til að bregðast við efnahagsvandanum, m.a. með auknu námsframboði á ýmsum sviðum hefðbundins náms og á vegum endurmenntunarstofnanna. Þá verður leitað samráðs við framhaldsskólana um möguleika á aðkomu þeirra að stofnun stuttra námsbrauta og tækifærum til endurmenntunar ekki síst fyrir iðnaðarmenn sem misst hafa vinnuna.

Ráðgjafar- og námsúrræði (samráð? Vakta breytingar?)
Menntamálaráðuneyti og Vinnumálastofnun taka þátt í samráði með aðilum vinnumarkaðarins sem hefur það verkefni að vakta breytingar á vinnumarkaði og hvernig er hægt að bregðast við þeim með ráðgjafar- og námsúrræðum. Áhersla er á menntun og ráðgjöf til fólks á vinnumarkaði sem hefur stutta menntun að baki.

2 comments:

Bjartasta vonin said...

Hvílík dásemd! Proves my point..

Og hvað viljum við??? meira fyllerí eða taka út timburmennina??

Jamm..

Bjartasta vonin said...

Bara svona smá viðbót :)

Við sjálf erum pínulítið ábyrg fyrir því að afla okkur þekkingar og sannreyna upplýsingar. Og til þess að einfalda okkur það ferli að komast að því hvað er tölulega rétt eða ekki getum við notast við þá staðreynd að "Tölur ljúga ekki" það er mannfólkið sem setur tölurnar fram sem lýgur.

Gott dæmi sem einfalt er að sannreyna er gengisskráning seðlabankans...

Opinberlega (hér á Íslandi) er USD sagður kosta 130.45 ISK Rétt eða rangt? Hvaðan og hvernig er þessi tala fengin eða fundin?
Þarna höfum við tölu sem einfalt er að sannreyna.
Engin viðskipti hafa verið með ISK síðan "daginn þann" sem þíðir að það er enginn að kaupa ISK neins staðar... eða hvað?
Við leitum upplýsinga á netinu og finnum síðu t.d. forex.se og sjáum að öll viðskipti með ISK hefur verið hætt en ISK samt skráð og metin í dag á 0,0538 / 1 SEK og 1 USD kostar 12.54 SEK

(smá auka upplýsingar; matið á ISK hefur fallið úr 0,06 í 0,0538 á þrem dögum og spennandi að sjá hvað það verður á mánudag)

Hvað þíðir það? Jú ef einhver viðskipti eru með ISK í dag þá kostar 1 USD 232.99 ISK

Það er enginn að selja okkur USD á 130.45 ISK
(verð á "opna" markaðnun þ.e. manna í milli er um 200 ISK / 1 USD)

Hér höfum við sannreynt sjálf. Aflað okkur einfaldra upplýsinga og sjáum að þessi tala er!! Röng og ímyndun ein.

Sama getum við gert með allar tölulegar upplýsingar, spurt einfaldra spurninga eins og; Hvernig er þessi tala fundin?
Sé tala byggð á tölulegum staðreyndum er hægt að rekja þær staðreyndir aftur til upphafsins.

Sé tala tilbúningur (lygi / röng) sjáum við það strax í fyrst eða öðrum lið skoðunar. Undarlega einfalt en nákvæmt.

Tölur ljúga ekki!

Við skulum ekki einu sinni ímynda okkur að sérfræðingar alþjóða gjaldeyrissjóðsins viti ekki nákvæmlega hvað þeir eru að gera.

Ef okkar "þjóðvöldu" fulltrúar vilja eða þora ekki að segja okkur sannleikann þá er það á okkar eigin ábyrgð að afla okkur "réttra" upplýsinga.

Hallelúja..