Saturday, November 15, 2008

Úrræði lífeyrissjóðanna við greiðsluvanda heimilanna

Greiðsluvandi og úrræði lífeyrissjóða
- tillögur og greinargerð starfshóps Landssamtaka lífeyrissjóða
Sjá vefslóð hér
Starfshópur á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða mælist til þess við lífeyrissjóði landsins
að þeir aðstoði þá sjóðfélaga, sem lenda í greiðsluerfiðleikum og fjárhagsvandræðum vegna efnahagsástandsins með því að bjóða þeim svokallaða „frystingu“ lífeyrissjóðslána, tímabundna ívilnum með breytingu á lánaskilmálum.

Hverjum lífeyrissjóði verði í sjálfsvald sett að að meta hverja beri að aðstoða með þessum hætti og hve lengi lánafrysting skuli vara í hverju tilviki. Starfshópurinn telur ekki óeðlilegt að miða þar við 6 til 12 mánuði til að byrja með.

Sjóðirnir taki upp nánara samstarf við Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna og beini því til
sjóðfélaga í greiðsluvandræðum að leita til hennar eftir aðstoð til að fá heildstæða mynd af stöðu sinni og hvað sé til ráða.

• auki upplýsingamiðlun gagnvart þeim sem lenda í vanskilum eða eru sjálfir að kanna möguleika sína til að komast hjá vanskilum. Það má gera með því að
– birta aðgengilegar upplýsingar og skýringar á heimasíðu lífeyrissjóða þar sem gerð er grein fyrir mismunandi skilmálabreytingum.
– efla reiknivélar á heimasíðum sjóðanna þannig að fólk geti metið betur hvaða áhrif skilmálabreyting hefur á greiðsluflæði skuldabréfs í framtíðinni.

• horfi til stærri hóps en þess sem þegar er kominn í verulegan greiðsluvanda (sjá greinargerð).

• verði áfram sveigjanlegir gagnvart þeim sem lenda í greiðsluerfiðleikum og bjóði upp á breytta lánaskilmála hér eftir sem hingað til (sjá greinargerð).

No comments: