Monday, November 03, 2008

Auknar veðsetningar íslenskra fjölskyldna: Aftur og nýbúinn

Skilyrði fyrir frestun greiðslna hjá Íbúðalánasjóði eru afarkostir:

1. Að greiðsluerfiðleikar stafi af óvæntum tímabundnum erfiðleikum vegna veikinda, slysa, minni atvinnu, atvinnuleysis eða öðrum ófyrirséðum atvikum.
(ófyrirséð atvik hljóta að vera verðtrygging og hækkun vaxta)

2. Að aðrir lánardrottnar umsækjanda samþykki einnig að veita aðstoð vegna greiðsluerfiðleika.
(nauðasamningar? )

3. Að greiðslubyrði umsækjanda samkvæmt greiðslumati sé umfram greiðslugetu. (greiðslugeta miðist við hvað? Fyrst þarf að borða)

4. Að greiðslubyrði umsækjanda eftir skuldbreytingu og/eða frestun á greiðslum rúmist innan greiðslugetu.
(veit íslenskt launafólk eða bankafólkið hvað gerist í nánustu framtíð? Atvinna, hækkandi matarverð)

5. Að lán sé í skilum.
(en hvað gera þeir sem eru ekki í skilum vegna ofurskuldsetningar v/verðtryggingar og okurvaxta?)


Ef ástæða greiðsluerfiðleika er tímabundin tekjulækkun skal í mati á greiðslugetu miða við tekjur umsækjanda áður en tekjur lækkuðu.

(íslenskt launafólk getur bókað það að um skuldbreytingar verði að ræða, með auknum veðsetningum í húsnæði sínu eða fjölskyldu sinnar og það eina sem verður gefið eftir eru stimpilgjöld)

No comments: