Sunday, November 30, 2008
Hvaða heilvita fólki dettur í hug að bjóða fólki lán til 70 ára?
Það er ekki eina leiðin til að losna við verðtryggingu að ganga í ESB!
Þegar kosið verður um aðild að ESB þá verður það gert á málefnalegum grunni og eftir upplýsta umræðu með þjóðarinnar!
Verðtryggingu þarf að afnema núna! ESB er annað og stærra mál sem við afgreiðum fyrr en síðar með þjóðaratkvæðagreiðslu!
Hvaða heilvita fólki dettur í hug að bjóða fólki lán til 70 ára? Þetta er ekki lausn heldur ÁÞJÁN!
Thursday, November 27, 2008
Grautarhugsun ASÍ
Þetta var frekar slappt hjá Gylfa, frekar ætti líkingin að vera þannig að hent væri meðalinu (verðtrygging) sem sannanlega hjálpaði sjúklingnum (fólk, lánveitendur og lántakendur)!
Verðtrygging = lyf
En gallinn er bara sá að meðalið er bara gefið sumum en ekki öllum.
Meðalið er gefið peningasjóðunum í bönkunum en ekki lántakendum.
Segja má að lántakendur einir borgi lyfið ofaní hina en fá ekkert í staðinn, enga lækningu, bara lengingu í hengingarólinni.
Wednesday, November 26, 2008
Taktu frá pening fyrir mat áður en þú semur við lánadrottna
(vald.org um nýjasta útspil stjórnvalda til hjálpar heimilum)
Annað hvort skilur Félags- og byggingamálanefnd Alþingis ekki eðli fasteignalána eða hún er staðráðin í að koma sér upp stétt Íslendinga sem eyðir öllum fullorðinsárunum í vaxtaþrældómi. Starfsmenn nefndarinnar hafa nú bæst í stóra hjörð embættismanna sem á að segja af sér vegna vankunnáttu í starfi.
Lengt er í lánum. Aðalmálið er að fólk HÆTTI EKKI AÐ BORGA
Nefndarálit (úrdráttur)
(allur textinn hér)
Frá félags- og tryggingamálanefnd (24.nóv.).
....
Frumvarpinu ásamt fleiri aðgerðum er ætlað að rýmka heimildir og fjölga úrræðum sem Íbúðalánasjóður hefur til að koma til móts við lántakendur sem lenda í greiðsluvanda. Lagt er til að Íbúðalánasjóði sé heimilt að leigja eða fela öðrum að leigja það íbúðarhúsnæði sem sjóðurinn hefur yfirtekið á nauðungaruppboði. Þá er lögð til lenging úr 15 árum í 30 ár á hámarkslánstíma skuldbreytingarlána Íbúðalánasjóðs sem veitt eru vegna tímabundinna greiðsluerfiðleika lántaka.
....
Hvað leiguverðið varðar telur nefndin að gæta þurfi að því að útleiga íbúða standi undir kostnaði en jafnframt sé fyrrum eiganda ekki gert ófært að greiða leigu. Í greinargerð kemur fram að Íbúðalánasjóður muni við útleigu miða við markaðsverð en á fundi nefndarinnar kom fram að engar tölur lægju fyrir um leiguverð á markaði utan þess að það hafi tekið að lækka. Nauðsynlegt er að tryggja Íbúðalánasjóði rekstrargrundvöll og því eðlilegt að leggja áherslu á að einungis er um skammtímaúrræði að ræða. Þannig verði sjóðnum gert kleift að selja íbúðir ef leiga þeirra reynist hærri en gengur og gerist en lántakendum jafnframt gert kleift að leita að hentugu húsnæði sem hefur í för með sér sem minnst hnjask eða óhagræði fyrir lántakendur og fjölskyldur þeirra.
Lengingu á hámarkslánstíma skuldbreytingarlána Íbúðalánasjóðs úr 15 í 30 ár eru sett þau takmörk í lögum um húsnæðismál að hámarkslánstími lána hjá sjóðnum er 55 ár, sbr. 4. mgr. 48. gr. laganna. Ef þessu tímamarki er haldið til streitu getur það orðið til þess að ekki geti allir nýtt sér heimildina til skuldbreytingar í 30 ár. Þar sem það getur skipt einstaklinga sköpum í því efnahagsástandi sem nú ríkir að geta lengt í lánum sínum og með því lækkað greiðslubyrði leggur nefndin til að hámarkslánstími lána hjá sjóðnum verði færður í 70 ár. Nefndin telur nauðsynlegt að samhliða slíkri lengingu séu lántakendur uppfræddir um að kostnaður aukist mjög þó að greiðslubyrði léttist einungis lítillega.
....
Í frumvarpinu er það gert að skilyrði fyrir útleigu íbúða að sjóðurinn hafi eignast þær á nauðungaruppboði. Nauðungaruppboð er kostnaðarsöm aðgerð sem getur haft neikvæð áhrif á einstaklinga og fjölskyldur. Nefndin leggur áherslu á að allra leiða sé leitað til að aðstoða fólk í greiðsluerfiðleikum og m.a. séu einstaklingar aðstoðaðir við að minnka við sig, sé þess kostur. Í þessu sambandi lítur nefndin til þeirra úrræða sem kynnt hafa verið á síðustu vikum, lántakendum til hagsbóta, sem og frumvarps um greiðsluaðlögun sem ríkisstjórnin hefur sagt að sé væntanlegt. Augljóst er að stundum er nauðungaruppboð eina leiðin og það úrræði að geta leigt íbúð áfram fjölskyldum þá mjög kærkomið. Að sama skapi telur nefndin mikilvægt að horft sé til alvarleika slíkra aðgerða og eingöngu gripið til þeirra sem síðasta úrræðis.
....
Saturday, November 22, 2008
Framtíð barna og ungra veðsett; skuldsettar fjölskyldur bera skaðann einar, fjármagnseigendur sleppa
Bensi á visis-bloggi
[úrdráttur–allur textinn hér]
Það verður að frysta verðtryggingar-vísitöluna - og stíga með því bein skref út úr verðtryggðu krónunni - - annars er hætta á að stórir hópa getir ekki borgað af lánum sínum eða beinlínis kjósi að hætta að borga. Jafnræði verður að tryggja milli lántakenda og fjármagnseigenda og fjármálastofnana - og það mundi aldrei fyrirgefast Samfylkingunni að veðsetja framtíð barna og ungra með því að láta vísitöluna flytja tjónið af verðfalli krónunnar með tvöföldum þunga til úngra skuldsettra fjölskyldna og láta það sitja þar (en fría fjármagnseigendur við tjónið)
Það verður að leggja Íbúðalánasjóði til 20-30 milljarðar strax og tryggja eiginfjárstöðu sjóðsins til að honum verði mögulegt að eflast í þeirri tiltekt sem óhjákvæmileg er og þegar ákveðin með neyðarlögum.
Dekur við ríka—heimili hinna í gjaldþrot
[Samfélagsleg ábyrgð er tískuorð í viðskiptafræðum. Það er samfélagsleg ábyrgð við „núverandi aðstæður“ að setja ekki tugi þúsunda heimila og fyrirtækja í landinu í gjaldþrot vegna verðtryggingar og okurvaxta. Sú samfélagslega ábyrgð felst ekki í dekri við sparifjáreigendur næstu mánuðina. Þeir verða líka að gefa eitthvað eftir.]
Dekur við sparifjáreigendur
Það vekur athygli mína hvað margir stjórnmálamenn eru á móti því að afnema verðtryggingu með því að festa vísitöluna í eitt ár. Þau Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún voru spurð að þessu á IMF-fundinum í Ráðherrabústaðnum á dögunum og þau svöruðu mjög stuttaralega því til að þetta væri ekki hægt vegna þess skaða sem Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðirnir yrðu fyrir. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hafa notað sömu rök. Núna bætist Ögmundur við. Það er bara sagt: Nei, þetta er ekki hægt. Það er bara eins og málinu sé þá lokið – líkt og í dómsal.
Ríkisstjórnin hefur staðið myndarlega við bakið á sparifjáreigendum í bankakreppunni. Hún hefur ábyrgst „íslenskar“ sparisjóðsbækur langt umfram skyldu. Hún hefur núþegar dælt 200 milljörðum króna í peningamarkaðssjóði bankanna, eitthvað sem henni bar engin skylda til að gera. Hún má ekki til þess hugsa að afnema verðtryggingu vegna þess að það skerðir lífeyri lífeyrisþega. Hún hefur viðrað það að hækka skatta í kreppunni. Hún þráast við að lækka vexti út af einhverri krónu. Hún hefur haft forystu um að hækka verð á víni og tóbaki í skjóli einokunar og agnúast í leiðinni út í einkafyrirtæki fyrir verðhækkanir og nefnir ónóga samkeppni yfirleitt til sögunnar.
Jón G. Hauksson, grein í heimur.is sjá hér alla greinina
Friday, November 21, 2008
Wednesday, November 19, 2008
Verðtrygging húsnæðislána er mannréttindabrot sem leiðir til frelsissviftingar og kúgunar
[úrdráttur hér á eftir, tengill hér að ofan]
Ýmsum kann að þykja að verðtrygging á höfustól láns sé réttlætismál og hagur beggja aðila, lántakanda og lánveitanda. Vissulega er það falleg hugsun að lántakandi greiði til baka raunverðmæti þess láns sem hann tekur. Á íslenskum lánamarkaði gilda hins vegar reglur og háttsemi sem er á skjön við þessa fallegu hugsun jafnaðar og ærlegheita.
. . .
Það er verkefni Alþingis að breyta lögum um banka- og lánastarfsemi þar sem aðstæður aðila verða jafnaðar. Almenningur á ekki að sætta sig við að þurfa að taka lán á þessum kjörum til að reisa sér þak yfir höfuðið og mennta sig til að koma undir sig fótunum og koma börnum sínum til manns. Í raun er staðan sú að ungt fólk sem kaupir sér húsnæði festist í neti "kúgara" sem heimta andvirði lánsins (hússins) þrefalt til baka, enda fer mest öll starfsæfi almennings á Íslandi í að greiða upp húsnæðislán.
allur pistill hér
Tuesday, November 18, 2008
Monday, November 17, 2008
Það má halla á íbúðakaupendur, ekki lánveitendur
"Þá tapar Íbúðalánasjóður fé og hann þarf að standa við sínar skuldbindingar."
"Þetta er ekki þannig að þetta sé bara á annan veginn..." (hér hlýtur hún að meina að þá myndi halla of mikið á Íbúðalánasjóð í verðbólgu)
Ingibjörg Sólrún. Þetta er bara á annan veginn núna. Fasteignakaupendur bera allan þungann; lánveitendur eru bæði með axlabönd og belti manstu?
Af hverju má það ekki vera á hinn veginn?
...
Forsætisráðherra sagði:
"Skuldir innanlands ekki eins erfiðar og erlendar skuldir."
Er það vegna verðtryggingarinnar innanlands? Að launafólk haldi áfram að halda þessu uppi?
Saturday, November 15, 2008
Áhættan áfram öll hjá lántakendum
Verðtryggingin gerir óþolandi mismunun milli skuldara og fjármagnseigenda. Áhættan verður áfram öll hjá skuldurum - og bankar og fjármálastofnanir verða áfram nær ónæmar fyrir áhættu vegna verðbólgu.
Sjá pistil hér
Úrræði lífeyrissjóðanna við greiðsluvanda heimilanna
- tillögur og greinargerð starfshóps Landssamtaka lífeyrissjóða
Sjá vefslóð hér
Starfshópur á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða mælist til þess við lífeyrissjóði landsins
að þeir aðstoði þá sjóðfélaga, sem lenda í greiðsluerfiðleikum og fjárhagsvandræðum vegna efnahagsástandsins með því að bjóða þeim svokallaða „frystingu“ lífeyrissjóðslána, tímabundna ívilnum með breytingu á lánaskilmálum.
Hverjum lífeyrissjóði verði í sjálfsvald sett að að meta hverja beri að aðstoða með þessum hætti og hve lengi lánafrysting skuli vara í hverju tilviki. Starfshópurinn telur ekki óeðlilegt að miða þar við 6 til 12 mánuði til að byrja með.
Sjóðirnir taki upp nánara samstarf við Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna og beini því til
sjóðfélaga í greiðsluvandræðum að leita til hennar eftir aðstoð til að fá heildstæða mynd af stöðu sinni og hvað sé til ráða.
• auki upplýsingamiðlun gagnvart þeim sem lenda í vanskilum eða eru sjálfir að kanna möguleika sína til að komast hjá vanskilum. Það má gera með því að
– birta aðgengilegar upplýsingar og skýringar á heimasíðu lífeyrissjóða þar sem gerð er grein fyrir mismunandi skilmálabreytingum.
– efla reiknivélar á heimasíðum sjóðanna þannig að fólk geti metið betur hvaða áhrif skilmálabreyting hefur á greiðsluflæði skuldabréfs í framtíðinni.
• horfi til stærri hóps en þess sem þegar er kominn í verulegan greiðsluvanda (sjá greinargerð).
• verði áfram sveigjanlegir gagnvart þeim sem lenda í greiðsluerfiðleikum og bjóði upp á breytta lánaskilmála hér eftir sem hingað til (sjá greinargerð).
Thursday, November 13, 2008
Þú missir íbúðina en færð að búa í henni í smástund í viðbót
„Heimild Íbúðalánasjóðs til þess leigja eða fela öðrum að annast leigumiðlun íbúðarhúsnæðis er lögð til með það að meginmarkmiði að gera leigjendum íbúða sem sjóðurinn hefur eignast á nauðungaruppboði vegna greiðsluerfiðleika leigufélaganna, eða eigendum íbúða sem hafa misst þær vegna greiðsluerfiðleika, kleift að búa áfram í íbúðarhúsnæðinu í tiltekinn tíma gegn leigu. Fólki sé þannig forðað frá því að þurfa að hrekjast úr húsnæði sínu með litlum fyrirvara og án þess að eiga í önnur hús að venda“, sagði Jóhanna þegar hún mælti fyrir frumvarpinu.
Sjá vef félagsmálaráðuneytis
Wednesday, November 12, 2008
Tuesday, November 11, 2008
Námsmenn í sárri neyð fá aukalán sem verða greidd út á næsta ári!
Ef námsmaður er í sárri neyð vegna ófyrirsjáanlegrar röskunar á stöðu hans og högum frá því að nám hófst í haust getur hann hann sótt um sérstakt aukalán.
Blogg Marinós G. Njálssonar og tengill á Lín hér til vinstri á síðunni.
Í skálkaskjóli Sjálfstæðisflokks í 25 ár
Í 25 ár hefur lífeyrissjóðakerfi landsmanna dafnað í skálkaskjóli stjórnvalda sem um langt árabil hafa látið gott heita að útlán héldu áfram að vaxa með margföldum vaxtarhraða þjóðarframleiðslu. Samtímis hefur orðið breyting á tekjuskiptingu þannig að greiðslubyrði banka- og lífeyrissjóðslána hefur hækkað sem hlutfall af rauntekjum þeirra sem hafa borið skarðan hlut frá borði.
Gunnar Tómasson, fyrrverandi hagfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
í FB 3.nóv. sl.
Monday, November 10, 2008
Afnám verðtryggingar—rétti tíminn er núna!
Núna er rétti tíminn til þess að afnema verðtryggingu á lánum til almennings. Fjármálakerfið á Ísland verður stokkað upp.
Verðtryggðir vextir vextir (verðbætur) sem eru reiknaðir af vöxtum. Það virðist flókið við fyrstu sýn. Aðallega vegna þess hversu arfavitlaust það er, eða stórsnjallt.
Góð lýsing á verðtryggingu
Sunday, November 09, 2008
Jóhanna. ÞINN TÍMI ER NÚNA
Verðtrygging er: vextir ofan á vexti. Bensínverðhækkun út í heimi hækkar vexti á íslenskt húsnæði.
Jafnaðarmannaflokkur – hvað þýðir það?
Grein Jóhönnu um verðtrygginguna árið 1996.
Hvað hefur breyst?
Samfylkingin er undir járnhæl Flokksins
Góður pistill hér
Friday, November 07, 2008
FLOKKURINN hreykir sér af "öflugum aðgerðum" ríkisstjórnar til varnar heimilum: Viljayfirlýsing, leita samráðs, vakta breytingar, eitt í einu....
Tekið af vef XD (Sjálfstæðis-Flokkurinn)
Aðdáun Sjálfstæðis-flokksmanna á “öflugum” aðgerðum ríkisstjórnarinnar
Niðurstaða vefstjóra:
1. gefa tíma fyrir pappírstætara
2. gera eitt í einu
3. fjölga ráðgjöfum
4. breyta lögum svo auka megi lántökur hjá almenningi
(með auknum ábyrgðum að sjálfsögðu)
5. símanúmer
6. tilmæli
7. lýsa yfir vilja
8. leita samráðs
9. vakta breytingar
Ef þú hefur einhvern tímann komið nálægt nefndar- eða stjórnunarstörfum þá þekkirðu að þetta er ósköp lítið. Orðalag eins og lýsa yfir vilja, leita samráðs, vakta breytingar, er notað þegar ekkert er verið að framkvæmda heldur að róa liðið, setja oní skúffu. Gufa.
Og Sjálfstæðismenn eru hreyknir af þessu! Hvað með Samfylkinguna? Eruð þið hreykin af þessu?
(Vefstjóri hefur rauðlitað það sem honum þykir sérstaklega fyndið og sett inn í sviga sínar eigin bláu vangaveltur.)
--------------------------- Hér byrjar ballið:
http://xd.is
Fréttir og tilkynningar
07. nóvember 2008 | 17:43:36
Öflugar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að verja stöðu heimilanna
Hrun bankakerfisins hér á landi hefur valdið íslenskum almenningi, fjölskyldum og heimilum í landinu miklum erfiðleikum. Eins og kunnugt er samþykkti Alþingi svonefnd neyðarlög þann 6. október sl. til þess að lágmarka það tjón sem fall bankakerfisins myndi valda og slá skjaldborg um innlenda hlutann í starfsemi bankanna og leitaði í kjölfarið eftir samstarfi við IMF.
(Af hverju var það gert í kjölfarið? Af hverju ekki strax? Var ekki hægt að gera tvennt í einu? var það til að gefa pappírstæturunum tíma til að vinna?)
Auk þessa hefur ríkisstjórnin kynnt fjölmargar aðgerðir á þessum tíma til þess að verja stöðu heimilanna í landinu.
Efling Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna
(eflingin fólst í því að fjölga ráðgjöfum, ekkert annað. Og það sem ráðgjafarnir hafa leyfi til að gera er að reikna út hvort fólk geti skuldbreytt vanskilum og aukið lántökur með veðheimildum. Sömu upplýsingar getur fólk fengið á vef félagsmálaráðuneytis. Síðan sendir Ráðgjafaþjónustan fólk til viðkomandi lánastofnunar til að ganga frá pappírum).
Samræmt þjónustunet upplýsinga - grænt númer 800 1190
(símanúmer sem segir frá símanúmerum félagasamtaka hm…)
Komið til móts við námsmenn erlendis (boðið er upp á auknar lántökur)
Almenn velferð nemenda
Tilmælum var beint til skólastjórnenda og forstöðumanna opinberra stofnana að huga að almennri velferð nemenda og starfsfólks stofnana og að sérstaklega verði gætt að þeim sem kunna að hafa orðið fyrir skakkaföllum í tengslum við atburði síðustu vikna.
(Bréf frá menntamálaráðherra í upphafi október til skólameistara sem sendu bréf á kennara og beindu þeim tilmælum niður [dripple down effect]: að vera jákvæð og segja nemendum frá því að kreppan sé bara tímabundið ástand. )
Mildaðar innheimtuaðgerðir
Heimildir Íbúðalánasjóðs voru rýmkaðar til að koma til móts við lántakendur sem lenda í greiðsluerfiðleikum ásamt því að sjóðurinn mildaði innheimtuaðgerðir með tilliti til ástands efnahagsmála. (boðið er upp á auknar lántökur og leyfa gjaldþrota fólki að búa í 3 mánuði í sínum fyrrverandi íbúðum í stað eins mánaðar )
Breytingar á lánum auðveldaðar (auknar lántökur)
Þá hefur ríkisstjórnin boðað lagafrumvarp sem felli tímabundið niður stimpilgjöld af skilmálabreytingum og skuldbreytingalánum af íbúðahúsnæðisveðlánum. (fyrir lántöku á tímabilinu frá 1.okt. til áramóta)
Lenging skuldbreytingalána (auknar lántökur)
Ríkisstjórnin hefur samþykkt framlagningu frumvarps um breytingu á lögum um húsnæðismál sem heimili lengingu skuldbreytingalána vegna vanskila hjá Íbúðarlánasjóði úr 15 árum í 30 ár og að lengja upphaflegan lánstíma lána sjóðsins vegna greiðsluerfiðleika í allt að 30 ár í stað 15 eins og nú er.
Aukið námsframboð í háskólum og framhaldsskólum
Háskólar landsins hafa þegar lýst yfir vilja sínum til að bregðast við efnahagsvandanum, m.a. með auknu námsframboði á ýmsum sviðum hefðbundins náms og á vegum endurmenntunarstofnanna. Þá verður leitað samráðs við framhaldsskólana um möguleika á aðkomu þeirra að stofnun stuttra námsbrauta og tækifærum til endurmenntunar ekki síst fyrir iðnaðarmenn sem misst hafa vinnuna.
Ráðgjafar- og námsúrræði (samráð? Vakta breytingar?)
Menntamálaráðuneyti og Vinnumálastofnun taka þátt í samráði með aðilum vinnumarkaðarins sem hefur það verkefni að vakta breytingar á vinnumarkaði og hvernig er hægt að bregðast við þeim með ráðgjafar- og námsúrræðum. Áhersla er á menntun og ráðgjöf til fólks á vinnumarkaði sem hefur stutta menntun að baki.
En hvað gera fjölskyldur þangað til?
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, vonast til að lög um greiðsluaðlögun og -jöfnun fyrir almenning vegna húsnæðislána verði samþykkt fyrir jól. Hún segir að frysting verðtryggðra lána myndi þýða að eigið fé Íbúðalánasjóðs þurrkaðist upp á tveimur mánuðum og að lífeyrissjóðir gætu vart staðið við skuldbindingar sínar.
ruv.is
MATARSKORTUR FRAMUNDAN
Thursday, November 06, 2008
Húrra fyrir Jóni Daníelssyni og Gylfa Zoega !
BRÁÐAAÐGERÐIR ríkisstjórnarinnar:
– rýmka og milda inheimtuaðgerðir;
– skuldbreytingar á lánum og vanskilum;
– dreifa greiðslum;
– lengja í lánum;
– frysting lána og afborgana myntkörfulána
Ríkisstjórnin beinir tilmælum til bankanna
að taka upp sömu afgreiðslu og Íbúðalánasjóður
LANGTÍMAAÐGERÐIR:
Kerfisbreyting a la Jón Daníelsson og Gylfi Zoega í athugun:
– taka upp form af kaupleigu að hluta til
– greiðsla sem leigugjald sem má breyta í eign síðar
Íslenskar fjölskyldur ættu að bíða og BORGA EKKI, SEMJA EKKI
fyrr en tryggt er að hagsmunir fjölskyldunnar sé hafðir í algjöru fyrirrúmi.
Betri er 1 fugl í hendi en 2 í skógi þegar kemur að loforðum ríkisstjórnarinnar.
Skortur á samræmi milli stofnana ríkisins (blablabla).
Verið er að bera fólk út úr íbúðum sínum að kröfu ríkisbankanna.
Fólki sem missir heimili sín býðst að leigja hjá Íbúðalánasjóði.
Fólk borið út úr íbúðum sínum að kröfu ríkisbankanna.
Samkvæmt vef félagsmálaráðuneytis eru bankarnir ráðgjafar um skuldir heimilanna!
Og ef heimilin eiga ekki meiri og betri veð eða auknar ábyrgðir, þá bera þau skaðann.
Hvar strandar málið um hlutakaup í íbúðum?
Hvar er greiðsluaðlögunin fyrir fjölskyldurnar?
Bankamenn bestu ráðgjafarnir? Fyrir auðmenn já, fjölskyldur nei!
Margir eiga nú í erfiðleikum með að greiða af lánum sínum. Það eru breyttar aðstæður í þjóðfélaginu. Upphaflegar forsendur eru brostnar.
Ríkisstjórnin beinir því til fólks að leita til bankanna með úrræði. Bankar eru ekki réttu fjármálaráðgjafarnir í dag. Þeir stinga upp á auknum veðheimildum. Ef þær eru ekki til staðar, hvað þá?
Wednesday, November 05, 2008
Getur almenningur höfðað mál gegn Kaupþingi?
1) Lántakendur sem starfsmenn, sem taka lán hjá bankanum til að kaupa hlutabréf.
(Starfsmenn Kaupþings sem fengu lánað fyrir kaupunum þurfa ekki að bera persónulegaskaða af tapinu.)
og
2) venjulegt fólk sem setti íbúðir sínar að veði fyrir lánum hjá bankanum..
(Almennir lántakendur, sem fengu lánað með veði í íbúð sinni sem er orðin verðminni en áður, geta ekki staðið í skilum vegna verðbólgu en þurfa að bera tap sitt sjálfir.)
Geta almennir lántakendur Kaupþings farið í einkamál við bankann vegna mismununar?
Bankamenn ráðgjafar um skuldir heimilanna?
Af vef Félagsmálaráðuneytisins:
„Greiðsluerfiðleikar / Breyttar aðstæður
Allir geta lent í erfiðleikum með fjármálin og fjármögnun íbúðarhúsnæðis. Óvænt atvik geta komið upp sem breyta upphaflegum forsendum. Mikilvægt er að leita strax aðstoðar áður en vanskil verða veruleg. Bankar, sparisjóðir, Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna ásamt Íbúðalánasjóði veita ráðgjöf um úrlausn vandans.“
Tuesday, November 04, 2008
Passa að fjölskyldur lendi ekki á götunni
sjá einnig greiðsluaðlögun
Leitað er leiða til að leysa vanda fjölskyldnanna.
Félagsmálaráðuneytið skoðar hvort veita eigi Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðunum leyfi til að eignast hlut í fasteignum landsmanna í stað þess að eigendur þeirra verði teknir til gjaldþrotaskipta.
Hagfræðingarnir Gylfi Zoëga og Jón Daníelsson hafa bent á þá leið til að bjarga fjárhag fölskyldna. Hugmyndin er nú meðal annarra sem ráðuneytið skoðar.
Einnig er í skoðun að veita Íbúðalánasjóði leyfi til að leigja þeim sem missa íbúðir sínar þær aftur líklegast miðast við verð á leigumarkaði.
Ákvörðunin liggur ekki fyrir
Jón og Gylfi settu hugmyndina um að selja lánveitendum hluta heimila og lækka þannig afborgunina fyrst fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu og fullyrtu í Silfri Egils á sunnudag að þeir hefðu fengið álit lögfræðinga á því að þessi leið væri fær með einu pennastriki, það er lagabreytingu. Hrannar segir ráðuneytið skoða hvaða lögum þyrfti að breyta og bendir á að meðal annars þyrftu lífeyrissjóðirnir leyfi til að eiga íbúðir.
Betra að kaupa en endurleigja
Gylfi bendir á að sú leið að endurleigja þeim sem missi íbúðir sínar sé ekki eins skynsamleg og að kaupa hlut. Íbúðalánasjóður fengi lítið upp í lán þess sem yrði gjaldþrota þar sem íbúðaverð lækkaði. Þá mætti einnig búast við að umgengnin um húseignina breyttist. „Ef fyrrverandi eigandi er orðinn leiguliði hefur hann ekki lengur hagsmuni af því að vernda verðmæti hússins.“
Gylfi bendir einnig á að kaupleiðin sé ákjósanlegri en að bjóða upp á lengri afborgunartíma lána. „Allir þurfa að draga saman lífskjörin á næstunni og því má búast við að flestir vilji lengingu í láninu. Þá myndu einnig margir freistast til þess að lengja í láninu til að auka neysluna. Með því að bjóða kaup á hluta eignanna væri unnt að koma í veg fyrir slíka misnotkun.“ Setja yrði reglur sem tryggðu að íbúðareigandinn ætti forgangsrétt að eignarhlut sjóðsins og að sjóðurinn gæti ekki ákveðið að selja íbúðina. Einnig að viðhald eignarinnar væri ekki á ábyrgð hans.
„Síðan seldi eigandinn íbúðina þegar hann fengi hvað mest fyrir hana og þá fengi Íbúðalánasjóður hlut sinn greiddan til baka.“
Tekið úr mogganum 4.nóv. bls. 4
Monday, November 03, 2008
Réttaraðstoð [fyrir einstaklinga] að leita nauðasamninga
Upplýsingar um réttaraðstoð til að leita nauðasamninga samkvæmt lögum nr. 65/1996 og leiðbeiningar með umsókn (smellið hér)
(á vef dómsmálaráðuneytis)
I.Réttaraðstoð [fyrir einstaklinga] að leita nauðasamninga.
Lög um réttaraðstoð við einstaklinga til að leita nauðasamninga, nr. 54/1996 tóku gildi 1. júlí 1996. Samkvæmt lögunum getur dómsmálaráðherra veitt einstaklingum réttaraðstoð í formi fjárhagsstuðnings til að standa straum af kostnaði við að koma á nauðasamningi. Réttaraðstoðin tekur til kostnaðar af aðstoð við að leita nauðasamnings ásamt tryggingu fyrir kostnaði við undirbúning og gerð nauðasamnings. Réttaraðstoðin getur þó ekki numið hærri fjárhæð samanlagt en 250.000 krónum handa hverjum umsækjanda (miðað við vísitölu neysluverðs í febrúar 1995, 174,9 stig)
II. Almennt um nauðasamninga.
Nauðasamningur er samningur um greiðslu skulda eða eftirgjöf á þeim, sem kemst á milli skuldara og nauðsynlegs meirihluta lánardrottna hans og hlýtur síðan staðfestingu fyrir dómi. Markmið nauðasamnings er að ráða bót á ógjaldfærni skuldara og þá einkum með því að lækka skuldir svo bæði verði jafnvægi milli þeirra og eigna til að skuldari verði frekar fær um að standa í skilum, eða með því að lengja gjaldfrest eða breyta á annan hátt greiðslukjörum. Um nauðasamninga fer skv. ákvæðum gjaldþrotalaga, laga nr. 21/1991. Ákvæði gjaldþrotalaga fela í sér að skuldari þarf að afla heimildar dómstóls til að leita slíks samnings, sem er veitt með dómsúrskurði. Samningsumleitanir sem taka við í kjölfarið eru í höndum sérstaks umsjónarmanns, sem er skipaður af dómstólnum um leið og heimildin er veitt.
Auknar veðsetningar íslenskra fjölskyldna: Aftur og nýbúinn
1. Að greiðsluerfiðleikar stafi af óvæntum tímabundnum erfiðleikum vegna veikinda, slysa, minni atvinnu, atvinnuleysis eða öðrum ófyrirséðum atvikum.
(ófyrirséð atvik hljóta að vera verðtrygging og hækkun vaxta)
2. Að aðrir lánardrottnar umsækjanda samþykki einnig að veita aðstoð vegna greiðsluerfiðleika.
(nauðasamningar? )
3. Að greiðslubyrði umsækjanda samkvæmt greiðslumati sé umfram greiðslugetu. (greiðslugeta miðist við hvað? Fyrst þarf að borða)
4. Að greiðslubyrði umsækjanda eftir skuldbreytingu og/eða frestun á greiðslum rúmist innan greiðslugetu.
(veit íslenskt launafólk eða bankafólkið hvað gerist í nánustu framtíð? Atvinna, hækkandi matarverð)
5. Að lán sé í skilum.
(en hvað gera þeir sem eru ekki í skilum vegna ofurskuldsetningar v/verðtryggingar og okurvaxta?)
Ef ástæða greiðsluerfiðleika er tímabundin tekjulækkun skal í mati á greiðslugetu miða við tekjur umsækjanda áður en tekjur lækkuðu.
(íslenskt launafólk getur bókað það að um skuldbreytingar verði að ræða, með auknum veðsetningum í húsnæði sínu eða fjölskyldu sinnar og það eina sem verður gefið eftir eru stimpilgjöld)
Bönkunum, ríkisstjórn, Seðlabanka, Fjármálaeftirliti og Alþingi að kenna, ekki venjulegum Íslendingum.
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is
Ábyrgðin vegna íslenska efnahagshrunsins liggur fyrst og fremst hjá bönkunum, ríkisstjórn, Seðlabanka, Fjármálaeftirliti og Alþingi. Þetta segir norski hagfræðingurinn Harald Magnus Andreassen, hagfræðingur hjá norska verðbréfafyrirtækinu First Securites, en hann hefur kynnt sér íslensk efnahagsmál.
„Þessar stofnanir samfélagsins eru ábyrgar með einum eða öðrum hætti. En ekki venjulegt fólk, Jón og Gunna,“ segir Andreassen.
Andressen segist ekki skilja hvers vegna ekki var gripið í taumana áður en í óefni kom á Íslandi. „Það er ekki hægt að kenna alþjóðlegu fjármálakreppunni um ófarir Íslands. Það eru tvö og halft ár síðan ég skrifaði um stöðuna á Íslandi og benti þar á að eitthvað undarlegt ætti sér stað. Ég hef fengið margs konar viðbrögð frá hagfræðingum og bankamönnum víða að. Þar hefur verið bent á að það sem væri að gerast á Íslandi, bæði í efnahagslífinu og hvað varðaði vöxt bankanna, gæti ekki byggst á góðri hagfræði. Og sú reyndist raunin.“ „Að vissu leyti má segja að það hafi verið gott að þessi spilaborg hrundi núna en ekki eftir tvö til þrjú ár. Þá hefði þetta orðið ykkur enn dýrkeyptara. Það hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu, en þið voruð heppin að hrunið varð núna.“ segir hann.
Andreassen kveðst telja að Norðmenn hafa takmarkaðan áhuga á að taka á sig byrðar vegna íslenska efnahagshrunsins. „Ég á ekki von á því að Norðmenn séu reiðubúnir að leggja háar fjárhæðir í að greiða niður skuldir Íslendinga. Þið skuldið miklu meira en þið getið greitt þjáningalaust. Ég býst við að flestir Norðmenn myndu segja – látum þá þjást um tíma. Þetta er ekki okkar vandamál. En við myndum ekki láta ykkur svelta.“
Lífeyrissjóðslán fryst í sex til tólf mánuði
Mánudagur 3. 11. 08
Landssamtök lífeyrissjóða beina því til lífeyrissjóðanna að bjóða sjóðfélögum í greiðsluerfiðleikum að „frysta“ lífeyrissjóðslán sín í sex til tólf mánuði, til að byrja með, með því að breyta lánaskilmálum tímabundið.
Þá mælast Landssamtökin til þess að lífeyrissjóðir taki upp nánara samstarf við Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna til að auðvelda sjóðfélögum í vanda að fá heildstæða mynd af stöðu sinni og hvaða leiðir séu til ráða. Ennfremur efli lífeyrissjóðir upplýsingamiðlun til þeirra sem eru í vanda staddir eða eru að kanna sjálfir hvernig þeir eigi að komast hjá því að lenda í fjárhagsvandræðum.
Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða skipaði um miðjan október starfshóp til að fjalla um greiðsluvanda sjóðfélaga og tillögur til úrbóta. Starfshópurinn vann hratt og skilaði af sér tillögum nú fyrir helgi ásamt greinargerð. Stjórn Landssamtakanna hefur fjallað um tillögurnar og samþykkt að gera þær að sínum. Tillögurnar hafa verið sendar til lífeyrissjóða innan vébanda Landssamtaka lífeyrissjóða til umfjöllunar.
(plaggið allt sjá tengil á Lífeyrissjóði hér til vinstri á vef)
Gjaldþrotalöggjöfina úr sambandi og lengið í lánum fólks og/eða kaupið af fólki.
Ísland skólabókardæmi um hvernig ekki á að bregðast við kreppu
Vísir, 02. nóv. 2008 16:30
Varðandi heimilin í landinu sagði Jón að ríkið gæti gert ýmislegt til að hjálpa, til dæmis mætti kippa gjaldþrotalöggjöfinni úr sambandi í þrjá mánuði þannig að enginn verði gerður gjaldþrota. Og varðandi þá sem standa verst, geti ríkið eða bankarnir, sem séu eitt og hið sama, lengt í lánum fólks eða keypt hluta af fasteignum þess. Síðan eftir einhver ár, þegar betur stendur á eða fasteignin seld, fái ríkið sinn hlut endurgreiddan.
Ráðstafanir til að vernda fjölskyldur
Úrdráttur á þessum vef, úr grein eftir hagfræðingana Gylfa Zoëga og Jón Daníelsson
birtist í mogganum, mánudag 27.okt.
Sunday, November 02, 2008
Ævilangur þrældómur eða hætta að borga?
Þetta var að skilja á Sigrúnu Elsu Smáradóttur borgarfulltrúa í Silfri Egils.