Wednesday, November 26, 2008

Lengt er í lánum. Aðalmálið er að fólk HÆTTI EKKI AÐ BORGA

Lengt er í lánum. Aðalmálið er að fólk HÆTTI EKKI AÐ BORGA

Nefndarálit (úrdráttur)
(allur textinn hér)
Frá félags- og tryggingamálanefnd (24.nóv.).
....
Frumvarpinu ásamt fleiri aðgerðum er ætlað að rýmka heimildir og fjölga úrræðum sem Íbúðalánasjóður hefur til að koma til móts við lántakendur sem lenda í greiðsluvanda. Lagt er til að Íbúða­lána­sjóði sé heimilt að leigja eða fela öðrum að leigja það íbúðarhúsnæði sem sjóðurinn hefur yfir­tekið á nauðungaruppboði. Þá er lögð til lenging úr 15 árum í 30 ár á hámarkslánstíma skuld­breytingarlána Íbúðalánasjóðs sem veitt eru vegna tímabundinna greiðsluerfiðleika lán­taka.
....
Hvað leiguverðið varðar telur nefndin að gæta þurfi að því að útleiga íbúða standi undir kostnaði en jafnframt sé fyrrum eiganda ekki gert ófært að greiða leigu. Í greinargerð kemur fram að Íbúðalánasjóður muni við útleigu miða við markaðsverð en á fundi nefndarinnar kom fram að engar tölur lægju fyrir um leiguverð á markaði utan þess að það hafi tekið að lækka. Nauð­synlegt er að tryggja Íbúðalánasjóði rekstrargrundvöll og því eðlilegt að leggja áherslu á að einungis er um skammtímaúrræði að ræða. Þannig verði sjóðnum gert kleift að selja íbúðir ef leiga þeirra reynist hærri en gengur og gerist en lántakendum jafnframt gert kleift að leita að hentugu húsnæði sem hefur í för með sér sem minnst hnjask eða óhagræði fyrir lántakendur og fjölskyldur þeirra.
Lengingu á hámarkslánstíma skuldbreytingarlána Íbúðalánasjóðs úr 15 í 30 ár eru sett þau tak­mörk í lögum um húsnæðismál að hámarkslánstími lána hjá sjóðnum er 55 ár, sbr. 4. mgr. 48. gr. laganna. Ef þessu tímamarki er haldið til streitu getur það orðið til þess að ekki geti allir nýtt sér heimildina til skuldbreytingar í 30 ár. Þar sem það getur skipt einstaklinga sköpum í því efnahagsástandi sem nú ríkir að geta lengt í lánum sínum og með því lækkað greiðslu­byrði leggur nefndin til að hámarkslánstími lána hjá sjóðnum verði færður í 70 ár. Nefndin telur nauðsynlegt að samhliða slíkri lengingu séu lántakendur uppfræddir um að kostnaður aukist mjög þó að greiðslubyrði léttist einungis lítillega.
....
Í frumvarpinu er það gert að skilyrði fyrir útleigu íbúða að sjóðurinn hafi eignast þær á nauð­ungaruppboði. Nauðungaruppboð er kostnaðarsöm aðgerð sem getur haft neikvæð áhrif á einstaklinga og fjölskyldur. Nefndin leggur áherslu á að allra leiða sé leitað til að aðstoða fólk í greiðsluerfiðleikum og m.a. séu einstaklingar aðstoðaðir við að minnka við sig, sé þess kostur. Í þessu sambandi lítur nefndin til þeirra úrræða sem kynnt hafa verið á síðustu vikum, lántakendum til hagsbóta, sem og frumvarps um greiðsluaðlögun sem ríkisstjórnin hefur sagt að sé væntanlegt. Augljóst er að stundum er nauðungaruppboð eina leiðin og það úrræði að geta leigt íbúð áfram fjölskyldum þá mjög kærkomið. Að sama skapi telur nefndin mikilvægt að horft sé til alvarleika slíkra aðgerða og eingöngu gripið til þeirra sem síðasta úrræðis.
....

1 comment:

Google+ said...

Lán allt að $ 500.000 og lánslínur allt að $ 100.000
Einföld umsókn, ákvarðanir í mínútum
Finnst eins hratt og einn virkur dagur ef þú ert samþykktur
Sölutrygging byggð á viðskiptasjóðstreymi, viðskipta- og einkaeign. Hafðu samband við okkur
Netfang: atlasloan83@gmail . com
whatsapp / hangout + 14433459339