Hin íslenska verðtrygging, rúmlega ársgamall pistill á bloggi Kjartans Eggertssonar
[úrdráttur hér á eftir, tengill hér að ofan]
Ýmsum kann að þykja að verðtrygging á höfustól láns sé réttlætismál og hagur beggja aðila, lántakanda og lánveitanda. Vissulega er það falleg hugsun að lántakandi greiði til baka raunverðmæti þess láns sem hann tekur. Á íslenskum lánamarkaði gilda hins vegar reglur og háttsemi sem er á skjön við þessa fallegu hugsun jafnaðar og ærlegheita.
. . .
Það er verkefni Alþingis að breyta lögum um banka- og lánastarfsemi þar sem aðstæður aðila verða jafnaðar. Almenningur á ekki að sætta sig við að þurfa að taka lán á þessum kjörum til að reisa sér þak yfir höfuðið og mennta sig til að koma undir sig fótunum og koma börnum sínum til manns. Í raun er staðan sú að ungt fólk sem kaupir sér húsnæði festist í neti "kúgara" sem heimta andvirði lánsins (hússins) þrefalt til baka, enda fer mest öll starfsæfi almennings á Íslandi í að greiða upp húsnæðislán.
allur pistill hér
Wednesday, November 19, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment