Saturday, November 22, 2008

Dekur við ríka—heimili hinna í gjaldþrot

(úrdráttur úr grein Jóns Haukssonar á heimur.is)

[Samfélagsleg ábyrgð er tískuorð í viðskiptafræðum. Það er samfélagsleg ábyrgð við „núverandi aðstæður“ að setja ekki tugi þúsunda heimila og fyrirtækja í landinu í gjaldþrot vegna verðtryggingar og okurvaxta. Sú samfélagslega ábyrgð felst ekki í dekri við sparifjáreigendur næstu mánuðina. Þeir verða líka að gefa eitthvað eftir.]

Dekur við sparifjáreigendur

Það vekur athygli mína hvað margir stjórnmálamenn eru á móti því að afnema verðtryggingu með því að festa vísitöluna í eitt ár. Þau Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún voru spurð að þessu á IMF-fundinum í Ráðherrabústaðnum á dögunum og þau svöruðu mjög stuttaralega því til að þetta væri ekki hægt vegna þess skaða sem Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðirnir yrðu fyrir. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hafa notað sömu rök. Núna bætist Ögmundur við. Það er bara sagt: Nei, þetta er ekki hægt. Það er bara eins og málinu sé þá lokið – líkt og í dómsal.

Ríkisstjórnin hefur staðið myndarlega við bakið á sparifjáreigendum í bankakreppunni. Hún hefur ábyrgst „íslenskar“ sparisjóðsbækur langt umfram skyldu. Hún hefur núþegar dælt 200 milljörðum króna í peningamarkaðssjóði bankanna, eitthvað sem henni bar engin skylda til að gera. Hún má ekki til þess hugsa að afnema verðtryggingu vegna þess að það skerðir lífeyri lífeyrisþega. Hún hefur viðrað það að hækka skatta í kreppunni. Hún þráast við að lækka vexti út af einhverri krónu. Hún hefur haft forystu um að hækka verð á víni og tóbaki í skjóli einokunar og agnúast í leiðinni út í einkafyrirtæki fyrir verðhækkanir og nefnir ónóga samkeppni yfirleitt til sögunnar.
Jón G. Hauksson, grein í heimur.is sjá hér alla greinina

No comments: