Skoðað hvort leyft verður að selja hluta húsa
sjá einnig greiðsluaðlögun
Leitað er leiða til að leysa vanda fjölskyldnanna.
Félagsmálaráðuneytið skoðar hvort veita eigi Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðunum leyfi til að eignast hlut í fasteignum landsmanna í stað þess að eigendur þeirra verði teknir til gjaldþrotaskipta.
Hagfræðingarnir Gylfi Zoëga og Jón Daníelsson hafa bent á þá leið til að bjarga fjárhag fölskyldna. Hugmyndin er nú meðal annarra sem ráðuneytið skoðar.
Einnig er í skoðun að veita Íbúðalánasjóði leyfi til að leigja þeim sem missa íbúðir sínar þær aftur líklegast miðast við verð á leigumarkaði.
Ákvörðunin liggur ekki fyrir
Jón og Gylfi settu hugmyndina um að selja lánveitendum hluta heimila og lækka þannig afborgunina fyrst fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu og fullyrtu í Silfri Egils á sunnudag að þeir hefðu fengið álit lögfræðinga á því að þessi leið væri fær með einu pennastriki, það er lagabreytingu. Hrannar segir ráðuneytið skoða hvaða lögum þyrfti að breyta og bendir á að meðal annars þyrftu lífeyrissjóðirnir leyfi til að eiga íbúðir.
Betra að kaupa en endurleigja
Gylfi bendir á að sú leið að endurleigja þeim sem missi íbúðir sínar sé ekki eins skynsamleg og að kaupa hlut. Íbúðalánasjóður fengi lítið upp í lán þess sem yrði gjaldþrota þar sem íbúðaverð lækkaði. Þá mætti einnig búast við að umgengnin um húseignina breyttist. „Ef fyrrverandi eigandi er orðinn leiguliði hefur hann ekki lengur hagsmuni af því að vernda verðmæti hússins.“
Gylfi bendir einnig á að kaupleiðin sé ákjósanlegri en að bjóða upp á lengri afborgunartíma lána. „Allir þurfa að draga saman lífskjörin á næstunni og því má búast við að flestir vilji lengingu í láninu. Þá myndu einnig margir freistast til þess að lengja í láninu til að auka neysluna. Með því að bjóða kaup á hluta eignanna væri unnt að koma í veg fyrir slíka misnotkun.“ Setja yrði reglur sem tryggðu að íbúðareigandinn ætti forgangsrétt að eignarhlut sjóðsins og að sjóðurinn gæti ekki ákveðið að selja íbúðina. Einnig að viðhald eignarinnar væri ekki á ábyrgð hans.
„Síðan seldi eigandinn íbúðina þegar hann fengi hvað mest fyrir hana og þá fengi Íbúðalánasjóður hlut sinn greiddan til baka.“
Tekið úr mogganum 4.nóv. bls. 4
Tuesday, November 04, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment