Lífeyrissjóðirnir komi til móts við sjóðfélaga í greiðsluerfiðleikum.
Mánudagur 3. 11. 08
Landssamtök lífeyrissjóða beina því til lífeyrissjóðanna að bjóða sjóðfélögum í greiðsluerfiðleikum að „frysta“ lífeyrissjóðslán sín í sex til tólf mánuði, til að byrja með, með því að breyta lánaskilmálum tímabundið.
Þá mælast Landssamtökin til þess að lífeyrissjóðir taki upp nánara samstarf við Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna til að auðvelda sjóðfélögum í vanda að fá heildstæða mynd af stöðu sinni og hvaða leiðir séu til ráða. Ennfremur efli lífeyrissjóðir upplýsingamiðlun til þeirra sem eru í vanda staddir eða eru að kanna sjálfir hvernig þeir eigi að komast hjá því að lenda í fjárhagsvandræðum.
Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða skipaði um miðjan október starfshóp til að fjalla um greiðsluvanda sjóðfélaga og tillögur til úrbóta. Starfshópurinn vann hratt og skilaði af sér tillögum nú fyrir helgi ásamt greinargerð. Stjórn Landssamtakanna hefur fjallað um tillögurnar og samþykkt að gera þær að sínum. Tillögurnar hafa verið sendar til lífeyrissjóða innan vébanda Landssamtaka lífeyrissjóða til umfjöllunar.
(plaggið allt sjá tengil á Lífeyrissjóði hér til vinstri á vef)
Monday, November 03, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment