Tuesday, April 14, 2009

Hagsmunasamtök heimilanna eru með kveikt á perunni

Hagsmunasamtök heimilanna mótmæla harðlega þeirri ákvörðun stjórnvalda og fjármálafyrirtækja að sniðganga með öllu sanngjarnar og hóflegar tillögur samtakanna um leiðréttingu gengis- og verðtryggðra fasteignalána. Að sama skapi mótmæla samtökin þeim ólýðræðislegu vinnubrögðum sem liggja til grundvallar samkomulagi stjórnvalda og fjármálafyrirtækja.

Sjá hér

Saturday, April 11, 2009

Skuldir Íslands og Íslendinga
Er stjórnvöldum treystandi?

Meðfylgjandi er yfirlýsing um skuldir Íslands eftir hrunið sem stjórnvöld, að tillögu AGS, ætla að láta landsmenn borga. Einnig eru meðfylgjandi tenglar á greinar og viðtöl við Michael Hudson og John Perkins (Confessions of an Economic Hitman).

Áríðandi er að þessi skilaboð (viðhengið og linkarnir) komist til sem flestra og biðjum við þig að dreifa þeim til allra sem þú getur.

Stríðið gegn Íslandi eftir Michael Hudson
http://www.visir.is/article/20090404/SKODANIR03/961273430

Alheimsstríð lánardrottna eftir Michael Hudson
http://visir.is/article/20090401/SKODANIR03/461500915#

The IMF Rules the World eftir Michael Hudson
http://www.counterpunch.com/hudson04062009.html

John Perkins fyrirlestur hjá HÍ, 6. apríl - Er allt uppi á borðinu ? / Is everything on the table?

1.hluti:
http://video.google.com/videoplay?docid=-5595182360829048829&hl=en
2.hluti:
http://video.google.com/videoplay?docid=-1877050852404764371&ei=Sc7cSYWHKYTz-AbVtvSUDA&hl=en

John Perkins í Silfri Egils

1.hluti:
http://www.youtube.com/watch?v=ushMvvN8y-I

2.hluti:
http://www.youtube.com/watch?v=dUF25wNQDHg

Sjá einnig síðu Láru Hönnu
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/848551/

Með bestu kveðju,

Borgarahreyfingin – þjóðin á þing

ps

Þú sem viðtakandi hefur með einum eða öðrum hætti lent á póstlista Samstöðu – bandalags grasrótarhópa sem þátttakandi í því starfi er leiddi til stofnunar Samstöðu á sínum tíma.

Borgarahreyfingin – þjóðin á þing sem verð til upp úr ákvörðun Samstöðu að taka pólitíska slaginn í komandi kosningum sendir þér þetta skeyti og óskar eftir stuðningi við dreifingu á því. Þetta er ekki flokkspólitískt mál heldur grafalvarleg staða sem Ísland er komið í og sem krefst þess að sem flestir láti í sér heyra um málið. Ef þú veist um fleiri sem vilja vera með, eða vilt sjálf(ur) út láttu þá sendanda vinsamlegast vita.

Borgarahreyfingin

———————

Yfirlýsing um skuldir Íslands eftir hrunið sem stjórnvöld, að tillögu AGS, ætla að láta landsmenn borga.

Skuldir Íslands og Íslendinga
Er stjórnvöldum treystandi?

Nýlega fram komnar upplýsingar frá tveimur erlendum hagfræðingum, Michael Hudson og John Perkins benda til þess að íslensk stjórnvöld séu hugsanlega á algerlega rangri leið með þjóðina, leið sem muni hneppa íslendinga í skuldafen um langa framtíð. Báðir halda því hiklaust fram að í slíku skuldafeni munu fyrr eða síðar eignir þjóðarinnar s.s. auðlindirnar, atvinnutækin og stoðkerfi eins og samgöngumannvirki og veitustofnanir, verða seld erlendum fyrirtækjum sem leið út úr vandanum. Þetta segja þeir alþekkt.

Framsaga þeirra beggja í Silfri Egils s.l. sunnudag og á fundum í Háskóla Íslands og á Grand Hóteli á mánudaginn hefur vakið mikla athygli en jafnframt sætt nánast algerri þöggun í stjórnkerfinu og mörgum helstu fréttamiðlunum s.s. RÚV –sjónvarpi og útvarpi og Morgunblaðinu.

Ljóst virðist að Ísland stendur á barmi þjóðargjaldþrots og að skuldir af völdum bankahruns og efnahags óstjórnar eru sennilega meiri en hægt er að ráða við.

Ekki fæst staðfest hversu háar skuldir þjóðarinnar eru, en stjórnvöld halda samt áfram með stöðugar yfirlýsingar um að fær leið sé út úr skuldafeninu með hefðbundum tekjustreymis aðferðum ríkissjóðs, s.s. skattahækkunum og stórfelldum niðurskurði útgjalda.

Kominn er tími til að stjórnvöld geri þjóðinni nákvæmlega grein fyrir hverjar skuldirnar eru, en hegði sér ekki eins og fyrrverandi ríkisstjórn sem hélt mikilvægum upplýsingum um væntanlegt hrun leyndum fyrir þjóðinni.

Hér er á ferðinni mál sem skiptir alla íslendinga gríðarlegu máli, mál sem heggur að grundvallar lífsskilyrðum okkar, barna okkar og jafnvel barna-barna þar sem vegferð stjórnvalda virðist vera sú að skera samfélagsáttmála þjóðarinnar í ræmur sem aldrei verður aftur byggt á.

Bæði Hudson og Perkins hafa bent á að aðferðir AGS, þær sömu og íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, hafa valdið stórkostlegum skaða til áratuga í þeim löndum sem þeim hefur verið beitt. Á hinn bóginn hefur þeim löndum sem hafnað hafi meðulum AGS jafnan vegnað mun betur og þau verið fljótari að rétta úr kútnum eftir áföll.

Hagsmunir almennings hljóta að krefjast þess að samstarfið við AGS verði endurskoðað og að leitað verði annarra leiða út úr skuldafeninu. Gleymum því ekki að það var ekki almenningur sem stofnaði til þessara skulda heldur örfáir fjárglæframenn í samvinnu við vanhæfa ríkisstjórn og stjórnsýslu.

Það er krafa okkar að það verði fjallað ítarlega um þetta mál í fjölmiðlum og á Alþingi.

Við skrifuðum ekki upp á skuldir auðmanna, og við eigum ekki að borga þær.

Borgarahreyfingin – þjóðin á þing, 8. apríl 2009.

Tuesday, April 07, 2009

Brandarinn frá því í haust: "Skjaldborg um heimilin í landinu"

Lítið hefur gerst varðandi raunverulega hjálp til heimilanna í landinu.
Lesendur eru hvattir til að lesa eldri greinar.

"Gerum lánastofnanir meðábyrgar fyrir því að hafa lánað fólki meira en það getur greitt af."
Sjá hér

Monday, April 06, 2009

Fjölgun á vanskilafólki

Úrræði fyrir skuldara


Úrræði Íbúðalánasjóðs vegna greiðsluvanda viðskiptavina Íbúðalánasjóðs eru nokkur.

Hægt að skuldbreyta vanskilum, fresta afborgunum af lánum eða lengja lánstíma.

Fyrir áratug sóttu 150 um aðstoð Íbúðalánasjóðs vegna greiðsluerfiðleika, umsóknum fjölgaði svo næstu ár þar á eftir og urðu flestar 2003 þegar þúsund manns sóttu um.

Umsóknum fækkar svo en fjölgar svo gríðarlega á síðasta ári þegar þegar þær verða rúmlega fjórtánhundruð. Umsóknum vegna greiðsluerfiðleika til Íbúðalánsjóðs tekur að fjölga verulega í október á síðasta ári og á síðasta ársfjórðungi sækja tæplega 950 um aðstoð sjóðsins vegna greiðsluerfiðleika sem er álíka fjöldi og hefur sótt um slíka aðstoð það sem af er þessu ári.

[frettir@ruv.is]

Sunday, April 05, 2009

Erlend stjórfyrirtæki stjórna Íslandi í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn

Af hverju talar enginn um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stjórnar hér efnahagslífinu?
Eru þetta leynisamtök? Eða er ástæðan enn einu sinni lélegir fjölmiðlar sem segja aldrei frá því sem raunverulega skiptir máli?

Saturday, April 04, 2009

Verðtrygging er ofbeldi

Baldur McQueen ber saman húsnæðislán í Evrópu og á Íslandi.
Er okkur mjög í óhag, hvað annað?

Nánar hér




Alheimsstríð lánadrottna

Michael Hudson verður í Silfri Egils á morgun. Greinar hans í Fréttablaðinu ættu að vera skyldulesning fyrir alla Íslendinga. Fyrri greinin var 1.apríl í eldhúsdags-kálfi Fréttablaðsins á bls. 6 og seinni greinin var í dag laugardag á bls. 22. Algjört dúndur.

Ef þú ætlar að hætta að borga af skuldunum...

Ef þú ætlar að hætta að borga af skuldunum, og ert með skuldfærslur eða sjálfvirkar færslur af reikningi þínum, þá þarftu að stofna nýjan reikning og láta launagreiðandann vita af nýjum reikning til að setja launin (eða bæturnar) inn á.
Ef bankinn hefur leyfi til að taka út af launareikningi þínum þá hefur hann bara leyfi fyrir þann reikning. Bankinn hefur ekki leyfi til að fara inn á nýja reikninginn. Þú átt peningana þína og þú ræður hvað þú gerir við þá.
Ef greiðsluþjónusta er í gangi, sem tekur sjálfvirkt og skuldfærir af launareikningi þínum, þá þarf að:
  • Stofna nýjan reikning eða sparisjóðsbók. Við mælum með að hafa engan yfirdráttarmöguleika.
    Það er alveg sama hvort þetta er í viðskiptabankanum þínum eða einhverjum öðrum banka.
  • Svo er hringt í launagreiðandann og sagt frá því að launin eigi að leggjast inn á þennann nýja reikning.
  • Þetta þarf líklega að gerast í fyrir miðjan mánuðinn svo það sé öruggt að þetta gerist fyrir mánaðamótin.
Þú hættir semsagt að nota gamla reikninginn sem hefur skuldfærsluna á, og bíður róleg(ur) eftir því hvað ríkisstjórnin gerir varðandi "skjaldborg um heimilin í landinu".

Wednesday, April 01, 2009

1.apríl-göbbin eru bragðlaus því fáránleikinn getur ekki toppað hinar raunverulegu fréttir

Það er ótrúlega spennandi að vera Íslendingar þessa mánuðina.
1.apríl-göbbin eru bragðlaus því fáránleikinn getur ekki toppað hinar raunverulegu fréttir.

Það tekur tíma fyrir skítinn að fljóta upp á yfirborðið. Stórum skandölum hlýtur að vera haldið niðri af handafli vegna kosninganna framundan!

Flokkakerfi komið að fótum fram

Góð kjör á lánum til VBS og Saga Capital eru forsenda þess að skuldin fáist endurgreidd. Með góðum kjörum er verið að gera fyrirtækjunum kleift að ráða við afborganir af lánunum. Þetta segir fjármálaráðherra.
Því gildir ekki hið sama um skuldsettar íslenskar fjölskyldur? Er það vegna þess að kosningar eru framundan og minnihlutastjórnin telur sig ekki hafa umboð þjóðarinnar til að gera þær breytingar á kerfinu sem nauðsynlegt er?

Er félagshyggjuflokkunum treystandi?
Er hægt að treysta þessum flokkum eftir kosningar ef þeir segja ekki frá hugmyndum sínum núna?
Ætla félagshyggjuflokkarnir að leysa vanda tugþúsunda íslenskra fjölskyldna sem hafa eingöngu bankana sem ráðgjafa? Sem ráðleggja fjölskyldum að bíða á meðan útbúnir eru pappírar um að bankinn eignist heimilið. Af hverju heyrum við ekkert um hvað eigi að gera við allar tómu íbúðirnar? Jú, ný lög eru sett svo lífeyrissjóðirnir megi eignast fasteignir!
Afnumið er ábyrgðarmannakerfi lána en það gildir bara fyrir framtíðina, ekki fortíðina og gagnast því ekki fjölskyldunum sem eru að missa allt jafnvel vegna ábyrgða fyrir aðra.

Mega Íslendingar ekki byrja upp á nýtt?
Breytingar á gjaldþrotalögunum breyta engu fyrir ofskuldsettar fjölskyldur. Þær hafa ekki þann valkost að fara í gjaldþrot og byrja upp á nýtt. Á Íslandi leyfist fyrirtækjum að byrja upp á nýtt en ekki einstaklingum. Skulduga Íslendinga má hundelta alla æfi með því að vekja upp kröfur. Í nágrannalöndum okkar er skuldsett fólk verndað af neytendalögum svo ekki sé hægt að binda það í þrældóm ævina út eins og hér er.
Ekkert er gert til bjargar illa stöddum fjölskyldum. Í ríkisstjórnarflokkunum er sama fólkið, að nota sömu verkfærin og setti þjóðina í þennan vanda, og þorir hvorki né getur hugsað á nýjum nótum.

Nýrra hugmynda er þörf
Niðurfelling skulda og greiðsluaðlögun ætti ekki einungis að vera fyrir valin fyrirtæki, líka fyrir fjölskyldurnar í landinu.
Borgarahreyfingin vill raunverulegar úrbætur.

Margrét Rósa Sigurðardóttir, vefritstjóri: www.borgarahreyfingin.is
(greinin birtist 1.apríl í Fréttablaðinu)