Monday, November 17, 2008

Það má halla á íbúðakaupendur, ekki lánveitendur

Spurningin um að frysta verðtrygginguna í einhvern tíma fékk þetta svar frá utanríkisráðherra á blaðamannafundinum í dag:

"Þá tapar Íbúðalánasjóður fé og hann þarf að standa við sínar skuldbindingar."

"Þetta er ekki þannig að þetta sé bara á annan veginn..." (hér hlýtur hún að meina að þá myndi halla of mikið á Íbúðalánasjóð í verðbólgu)

Ingibjörg Sólrún. Þetta er bara á annan veginn núna. Fasteignakaupendur bera allan þungann; lánveitendur eru bæði með axlabönd og belti manstu?

Af hverju má það ekki vera á hinn veginn?
...
Forsætisráðherra sagði:

"Skuldir innanlands ekki eins erfiðar og erlendar skuldir."

Er það vegna verðtryggingarinnar innanlands? Að launafólk haldi áfram að halda þessu uppi?

3 comments:

Anonymous said...

Eitt sem mér finnst svolítið skrítið. Þegar fólk lendir í greiðsluerfiðleikum með húsnæðislán sín og tapar að lokum íbúðinni, þá ætlar Íbúðalánasjóður að leigja fólkinu íbúðina ( sömu íbúð )sem fólkið í raun á. Er þetta ekki það sem Jóhanna villáta gera ? Af hverju á fólkið ekki íbúðina áfram þó svo fólkið greiði aðeins leiguupphæðina ? ( má líta á sem kaupleigu ) þetta er óþolandi.

Anonymous said...

Þau ætla að viðhalda sama húsnæðiskerfi, þ.e. séreignastefnunni svo ekki má breyta þessu í kaupleigu. Ef fólk getur ekki borgað lánin, þá verður fjárnám og fólk tapar íbúðinni í hendur lánadrottins. Og þá á bankinn eða Íbúðalánasjóður íbúðina og leigir fyrrverandi eigendum.

Anonymous said...

Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að verðtryggð íbúðarlán verði bundin við 50% af vísitölu neysluverðs. Við það deila íbúðareigendur og fjármagnseigendur jafnt þeim kostnaði sem hlýst af mikilli verðbólgu.