Thursday, October 23, 2008

Hvað verður gert við íbúðirnar?

[visir.is] Síðast uppfært: 23.10.2008 19:00

Bankar hlíti tilmælum stjórnvalda


Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, segir að ráða megi af fréttum að undanförnu að stjórnendur ríkisbankanna þriggja virði að vettugi tilmæli ríkisstjórnar um að frysta húsnæðislán í erlendri mynt og aðstoða þá sem eiga í greiðsluerfiðleikum. Það verði ekki liðið.

Jóhanna sagði á ársfundi Alþýðusambandsins í dag að margt hafi verið gert til að auðvelda þeim sem skuldi húsnæði einkum að fólk geti látið frysta innlend og erlend lán og niðurfelling stimpilgjalda af skuldbreytingum lána.

Jóhanna segist hafa skipað fimm manna sérfræðinga hóp um það hvort unnt sé að gera eitthvað varðandi verðtryggðu lánin. Þegar hafi þó verið innleitt að þeir sem eru í greiðsluerfiðleikum megi greiða aðeins vexti og verðbætur af þeim en ekki af höfuðstól í ákveðinn tíma.

Jóhanna hefur einnig falið hópi að skoða hvort unnt sé að leigja fólki íbúðir sem það kann að missa vegna atvinnumissis og þungrar greiðslubyrði. Einnig sé skoðað hvort unnt verði að fella tímabundið úr gildi heimild til að draga opinber gjöld og meðlagsskuldir frá barna- og vaxtabótum.

Þá sagði Jóhanna að ríkisstjórnin hafi beint þeim tilmælum til ríkisbankanna þriggja að heimila frystingar erlendra lána og beita sömu úrræðum og Íbúðalánasjóður hefur vegna þeirra sem eiga erfitt með að greiða af bankalánum.

1 comment:

Google+ said...

Lán allt að $ 500.000 og lánslínur allt að $ 100.000
Einföld umsókn, ákvarðanir í mínútum
Finnst eins hratt og einn virkur dagur ef þú ert samþykktur
Sölutrygging byggð á viðskiptasjóðstreymi, viðskipta- og einkaeign. Hafðu samband við okkur
Netfang: atlasloan83@gmail . com
whatsapp / hangout + 14433459339
Atlasloan.wordpress.com