Friday, October 17, 2008

Á fólk að hætta að greiða af lánunum?

eyjan.is => Pétur Tyrfingsson

úr umræðu á eyjan.is

Hér er svar mitt á málefnin.com fyrir stuttu síðan við spurningunni:

Myndir þú lána peninga án verðtryggingar?

Svar:

Þetta er mjög góð spurning - og svarið er einfaldlega nei!

En vitaskuld er það ekki viðunandi svar með hliðsjón af fjármagnsþörf atvinnulífs og yngri kynslóðar vegna náms og húsnæðis.

Verðtrygging er - og hefur alltaf verið - skálkaskjól stjórnvalda sem hafa ekki stjórnað peningamálum þjóðarinnar af viti um áratuga skeið.

Sbr. 3450% aukningu útlána lánakerfisins á tímabilinu 1980-1989!

Stjórnvöld sem þurfa skálkaskjól verðtryggingar verðskulda ekki traust og stuðning þjóðarinnar.

***

M.ö.o., verðtrygging er smjörklípa vanhæfra stjórnvalda.

-----------

Þröstur á eyjan.is:
Hringdi einmitt í eitt af þessum bílalánafyrirtækjum og sagði þeim að ég myndi ekki borga af bílnum mínum meðan þessi vitleysa væri í gangi með krónuna! Konan sagðist skilja það og sagði mér að hafa samband um mánaðarmótin en sagði svo við mig að ef ég myndi hætta alfarið að borga af bílnum mínum þá myndi það á endanum ganga á húsið mitt! Ég varð hugsin í smá stund og horfði svo á hana stíft og sagði pent! ” Þú mátt alveg fá húsið mitt, ég á hvort sem er ekkert í því ” og gekk svo út.

-----------
Gunnar á eyjan.is:

Myndir þú lána peninga án verðtryggingar?

Svar:

Þetta er mjög góð spurning - og svarið er einfaldlega nei!

En vitaskuld er það ekki viðunandi svar með hliðsjón af fjármagnsþörf atvinnulífs og yngri kynslóðar vegna náms og húsnæðis.

Verðtrygging er - og hefur alltaf verið - skálkaskjól stjórnvalda sem hafa ekki stjórnað peningamálum þjóðarinnar af viti um áratuga skeið.

Sbr. 3450% aukningu útlána lánakerfisins á tímabilinu 1980-1989!

Stjórnvöld sem þurfa skálkaskjól verðtryggingar verðskulda ekki traust og stuðning þjóðarinnar.

***

M.ö.o., verðtrygging er smjörklípa vanhæfra stjórnvalda.
--------------------
Arnar á eyjan.is:
Tek undir þetta. Menn ættu að hætta að borga af öllum lánum, láta þetta kerfi eins og það er í dag fara til helvítis. Það þýðir reyndar að við þurfum að sætta okkur við að hætta að notast við peninga sem gjaldmiðil í smá stund, eða allavegana krónur. Vöruskipti og sjálfbærni kæmi líklega í staðin. Fyrirtæki landsins rúlla öll í kjölfarið. Anarkí af bestu sort. Vona bara að NATO fari ekki að senda inn einhverja helvítis soldáta til að koma reglu á allt saman.
-----------
Rósa á eyjan.is:

Hringið í launagreiðandann og látið leggja launin inn á ferska sparisjóðsbók sem hefur engar skuldfærslur. Þá hafið þið ein aðgang að laununum. Drífa sig áður en líður nær mánaðamótum. Opinberir starfsmenn: Fjársýsla ríkisins.

No comments: