Friday, October 31, 2008

Lengt í hengingarólinni

Aukning er á greiðsluerfiðleika-umsóknum til Íbúðalánasjóðs.

Búist við að umsóknum til sjóðsins vegna greiðsluerfiðleika eigi eftir að fjölga mikið því samkvæmt upplýsingum Íbúðalánasjóðs fjölgar beiðnum á hverjum degi.

Sjóðurinn hefur breytt reglum sínum varðandi frest:
Frestur frá gjalddaga til greiðsluáskorunar verður 4 til 4 og hálfur mánuður en var áður um það bil helmingi styttri. (úr hádegisfréttum rúv 31.nóv. um aðferðir Íbúðalánasjóðs.

Verður auknum vanskilakostnaði bætt við þegar skuldbreytt verður með auknum ábyrgðum?

Eru lausnirnar alltaf að lengja í hengingarólinni?

No comments: