Saturday, October 18, 2008

Ekki nóg að frysta verðtrygginguna!

Frysting verðtryggingar er hugmynd frjálslynda formannsins.
Það er ekki nóg að frysta verðtrygginguna, það á að afnema hana!


6 comments:

Anonymous said...
This comment has been removed by a blog administrator.
Anonymous said...

Getur einhver útskýrt fyrir okkur af hverju við þurfum verðtryggingu?
Á mannamáli?
Er möguleiki að hætta með verðtryggingu?

skuldari said...

Takk fyrir svarið um verðtryggingu Hólmfríður!
Fleiri spurningar hér fyrir neðan:
[af eyjan.is]
1)
[Verðtryggingin mun vera til komin vegna krónunnar, það er hvað hún er agnarsma sem gjaldmiðill og viðkvæm fyrir sveiflum í verðlagi. Ef ég skil málið rétt er verðtryggingin til að tryggja verðgildi skulda okkar gagnvart peningastofnunum og þeim sem leggja þar inn fé sitt. Ef verðtrygging útlána væri ekki til staðar, þá væri sparifé á venjulegum innlánsreikningum ekki tryggt nú, eins og fullyrt er að sé.]

2)
[Til að losna við verðtryggingu lána, þarf að skipta um gjaldmiðil.]

3)
[Guðjón Arnar leggur til að frysta eða aftengja verðtrygginu í 3 mánuði sem er gott mál, en ég efast um að af því verði ef kalda á fast í krónuna.]

Ef verðtryggingin er til að tryggja verðgildi skulda okkar og sparnað, þá langar mig að vita:

1)
hvernig skiptist það á milli þjóðarinnar:

hversu margir skulda meira en þeir eiga?
og
hversu margir af þeim sem eiga meira en þeir skulda, spara og njóta þessarar verðtryggingar?

2)
Er eina leiðin að skipta um gjaldmiðil til að losna við verðtrygginguna?

3)
Er ekki nauðsynlegt að frysta verðtrygginguna eins lengi og grunnlaunin eru svona lág?

Anonymous said...

Það sem ég á við í minni færslu er einmitt að frysta útreikninginn . . . . núna og gefa okkur tíma til að afnema þenna verðmæli - sem þekkist hvergi annars staðar . . . . .

Anonymous said...

Það er alls ekki nóg að 'frysta' verðtrygginguna, það verður að losna við hana og það er hægt að losna við hana.
Ég var að reyna að starta umræðu hér: http://karlol.blog.is/blog/karlol/entry/682878/ og hér: http://karlol.blog.is/blog/karlol/entry/675699/
Spurning hvort einhver hefur áhuga á að pósta þessum greinum hér á þessum vettvangi?

Anonymous said...

[af bloggi: http://karlol.blog.is/blog/karlol/entry/682878]

Enn um verðtryggingu

Ég heyrði af útvarpsviðtali við hagfræðing á einhverri útvarpsstöðinni í morgun þar sem hann færði einhver rök fyrir því að ekki væri skynsamlegt, tímabært eða gerlegt að afnema verðtrygginguna. Ég tek fram að ég hef ekki heyrt þetta viðtal, þ.a. ég get ekki vitnað í orð hagfræðingsins eða rök með beinum hætti.

(Leiðr. 23.10.2008: Fyrstu upplýsingar sem ég hafði um hver þessi hagfræðingur væri bentu til að um væri að ræða Guðmund Ólfasson. Sennilega hefur þó umrætt viðtal verið við Ólaf Ísleifsson, en ég hef ekki öruggar upplýsingar um þetta. Tilvísun í Ólaf á Visir.is í dag bendir þó til þess. )

Ég vil því gera tilraun til þess að tína til þau rök sem færð hafa verið fyrir því að verðtryggingin eigi að halda sér og síðan er spurning hvort hægt er að tína til mótrök. Öll hjálp við þessa samantekt þegin, önnur en upphrópanir um að verðtryggingin sé náttúrulega bara glæpur eða að verðtryggingin sé algerlega nauðsynleg til þess að tryggja að verðgildi lífeyris okkar étist ekki upp þegar fram líða stundir.

1. Ef verðtrygging er afnumin af verðtryggðum innlánsreikningum er hætta á að sparnaður í landinu leggist að miklu leyti af þar sem sparifjáreigendur myndu heldur kjósa að eyða peningum sínum en sjá þá brenna upp í verðbólgubáli. Hefur mönnum sýnst að sparifjáreigendur hafi verið feimnir að eyða peningum sínum síðustu mánuði og ár í flatskjái, jeppa og utanlandsferðir að ógleymdum sumarbústöðum og líkamsræktarkortum? Hefur neyslumynstur breyst vegna þess að innlán eru verðtryggð? Ég hefði haldið að ef einhver býr svo vel að eiga fjármagn, þá leitist sá hinn sami við að tryggja að það nýtist honum sem best með því að velja bestu ávöxtunarleiðina. Ef ekki býðst verðtrygging hlýtur féð að leita í arðbærar fasteignir eða fjárfestingar í hlutabréfum, ríkisskuldabréfum, peningasjóðsbréfum (geri ekki ráð fyrir að þau leggist af til eilífðar) og ef geyma þarf fé til skamms tíma með góðri tryggingu og aðgengileika (liquidity), á lágvaxta innlánsreikningum. Jú, eflaust freistast einhverjir svo til að brenna fénu í einhverja bruðlvitleysu, en hefur það ekki gerst hvort eð er hingað til? Auðvitað brennur fé upp í verðbólgu ef innlánsvextir eru 0,5% en verðbólga 15%, en er það ástand sem við ætlum að sætta okkur við eða búumst við að verði viðvarandi hér?

2. Ef verðtrygging er afnumin geta lífeyrissjóðir ekki lengur hætt á að lána út fé til fasteignakaupa þar sem slík lán stæðu ekki undir sér og brynnu auk þess upp í verðbólgunni. Ég hef bent á í þessu sambandi að ástæða þess að lífeyrissjóðslán sem foreldrar okkar og afar og ömmur tóku brunnu upp í verðbólgu var að þau báru fasta 2-3% vexti allan lánstímann. Sama gilti um Húsnæðisstjórnarlán þess tíma. Í dag eru lán með breytilega vexti oft á tíðum, en bera nokkuð hærri vexti ef boðið er upp á fasta vexti, t.d. ca. 5,5% nokkur munur er á 2-3% og 5,5% að viðbættri verðtryggingu. Ef verðtryggingar nyti ekki við, yrðu lán að bera nokkru hærri vexti vænti ég, en þó færi það eftir undirliggjandi verðbólgu. Verðbólgu sem þó ætti að fara sér hægar þegar verðtryggingin er ekki til að kynda undir henni.

Sagt er að markaðurinn eigi að ráða. Þannig mætti ímynda sér að þegar fasteignamarkaðurinn kemst af stað aftur hér á landi og byrjað verður að lána fólki til fasteignakaupa geti vextir legið á bilinu 7-9%, jafnvel upp í 11% sem er auðvitað fáranlega hátt. Nema stýrivextir hangi enn í 12%, en þá má væntanlega gera ráð fyrir að útlánavextir geti ekki verið undir 15%. Slíkir okurvextir hljóta að leiða af sér að venjulegt launafólk stendur ekki undir vaxtabyrðinni. En hagfræðingar, vinsamlega skýrið út fyrir mér hvernig launafólk væri betur sett ef því byðist verðtryggt lán á kannski 6-7% vöxtum, þegar nokkurn veginn má treysta því að höfuðstóll lánsins hækki það mikið á 3-5 árum að afborganir væru komnar upp í það sem þær hefðu orðið á t.d. 9-11% óverðtryggðu láni í upphafi að því ógleymdu að afborganir þess láns hefðu á sama tíma lækkað? Og tökum þá inn í dæmið að launaþróun hefur ekki haldist í hendur við verðtryggingu í langan tíma.

Annað sem verður að hafa í huga ef vextir af fasteignalánum koma til með að liggja hærra en kannski 7%. Þetta mun eins og áður segir hafa áhrif á hversu háum lánum launafólk getur staðið undir og þannig mun þetta hafa áhrif á hversu dýrt húsnæði fólk getur keypt sér. Ef ekki eru kaupendur að húsnæði á ásettu verði, hlýtur markaðurinn að sjá til þess að verð lækkar, eða það er okkur alla vega talin trú um. Því held ég því enn og aftur fram hér að húsnæðisverð á Íslandi hlýtur að vera við það að taka mikla dýfu, en sú dýfa kemur væntanlega ekki í ljós fyrr en markaðurinn skríður eitthvað af stað. Ekki gleyma því heldur að 7-8% eru ca. þeir vextir sem menn stóðu frammi fyrir við endurskoðun vaxta á lánum sem voru komin að endurskoðunartímapunkti skv. skilmálum. Og það eru vextir ofan á verðtryggingu. Sér einhver glóru í því að hægt sé að standa undir slíku? Og hvað, átti fólk sem sagt ekkert að taka þessi lán, úr því að það átti að geta sagt sér sjálft að þetta mundi geta gerst?

3. Áðurnefndur hagfræðingur mun hafa lýst því hvernig verðtrygging væri í raun innbyggð á einhvern hátt inn í breska fasteignalánamarkaðinn. Þess vegna ættum við ekki að vera að velta fyrir okkur afnámi verðtryggingar hér. Ég hef ekki nánari skýringu á þessari staðhæfingu, en ég væri til í að fjalla nánar um þetta ef einhver getur vísað mér á viðtalið, eða komið með útskýringu á hvað átt var við hér. Ég bjó í Bretlandi í 4,5 ár og átti þar hús á veðláni. Vextir af láni þessu flöktu nokkurn veginn í samræmi við vaxtaákvarðanir breska Seðlabankans og þróun og samkeppni á fjármagnsmarkaði, en ég kannast ekki við neins háttar vísitölutengingu og höfuðstóll láns hækkaði að sjálfsögðu aldrei! Þar með komu heldur ekki til vaxtavextir, þ.e. vextir á verðbætur, eins og hér gerist. Ég held að þessu uppreikningur höfuðstóls lána þekkist hvergi á byggðu bóli nema á Íslandi, en ég skal leiðrétta þessa fullyrðingu ef ég reynist hafa rangt fyrir mér með þetta.

4. Mér skilst að eina leiðin til að afnema verðtryggingu sé að taka upp aðra mynt. Duh, ok. Ef það er það sem þarf, þá það.

5. Verðtrygging er ástæða viðsnúnings lífeyrissjóðanna og afnám hennar er skaðleg lífeyrissjóðunum. Ég dreg ekki í efa að verðtryggingin var helsta ástæða viðsnúnings lífeyrissjóðanna, en ég hafna því að þar með sé ekki ástæða til eða ekki hægt að afnema verðtrygginguna í gerbreyttu hagkerfi. Ég hef annars staðar fært rök fyrir því að það verður að krefjast þess að lífeyrissjóðirnir ávaxti sig á markaði á bestu (öruggu) kjörum sem bjóðast. Eins og er hljóta verðtryggð útlán að vera besti kosturinn, en þann kost verður að afnema sökum þess vítahrings sem hann skapar heilum kynslóðum húsnæðiskaupenda.

6. Auglýsi hér með eftir fleiri rökum fyrir því að viðhalda verðtryggingu. Óska líka eftir betri rökum fyrir að leggja hana niður. Ég er til í að uppfæra þessa grein eftir því sem ábendingar berast.