Saturday, October 25, 2008

Það er eins og engum þyki vænt um fjölskyldurnar á Íslandi.

Það á að pína fjölskyldurnar til að greiða áfram af verðtryggðu skuldunum sínum. Jóhanna sagði í fyrstu viku október sem dæmi um viðbrögð ríkisstjórnar, að það gæti orðið nauðsynlegt að frysta allar lánagreiðslur heimilanna í 6–8 mánuði. Þetta lýsti fyrir þjóðinni alvarleika málsins. Alvarleikinn er enn til staðar en það eina sem boðið er upp á er skuldbreyting (með aukinni veðsetningu), niðurfellingu stimpilgjalds til áramóta og að flytja myntkörfulán til Íbúðalánasjóðs. Þeir sem lenda í vanskilum eftir áramót fá þá enga ívilnun.

No comments: