Wednesday, October 15, 2008

Þjóðfélagslegt óréttlæti þrífst í lélegu upplýsingaflæði til almennings

(Upphaf greinar Andrésar, skjalið er í heild fyrir neðan.)

Takmörkuð og mjög tempruð umræða um þjóðfélagslegt óréttlæti
sem tengist geysiháum bankavöxtum.

Vextir á húsnæðislánum á Íslandi eru nálægt 15%, en í nágrannalöndum okkar 4 til 5%, líka í bönkum sem íslendingar hafa keyp í nágrannalöndunum. Munurinn er ca 10% á ári, og þessi vaxtamunur milli Íslands og nágrannalandanna hefur verið til staðar í mörg ár eða áratug. Láta mun nærri að hver fjölskylda á Íslandi skuldi að meðaltali 10 milljónir í húsnæðislán. 10% af 10 milljón krónum er ein milljón krónur á ári, það er sú upphæð sem við greiðum aukalega fyrir að vera í viðskiptum við íslenska en ekki erlenda banka. Það þýðir að hver íslensk fjölskylda greiðir að meðaltali um eina milljón króna á ári algerlega að óþörfu til íslenskra banka. Ef tekið er inn í reiknisdæmið vaxtavextir, lausaskuldir og skuldir verslunarinnar í íslenskum krónum (sem velt er yfir á neytendur) þá má sennilega tvöfalda þessa upphæð. En það sem er svo sérstaklega sárt við þetta er að það er nánast engin umræða um þessa áþján. Það er kannske ekkert undarlegt þegar þess er gætt að afar fáir aðilar ráða fjölmiðlamarkaðnum á Íslandi, og þessir aðilar eru nátengdir fjármálalífi landsins. Hví ættu þeir að skrifa neikvætt um viðskiptalífið sitt, það myndi kannske leiða til þess að hlutabréfaverð lækkaði eða að almenningur myndi ekki samþykkja að borga hina háu bankavexti sem er undirstaða “hinnar glæstu útrásar”?


Á þessari vefsíðu er hægt að sækja greinina eftir Andrés Magnússon, geðlækni.

Greinin birtist í mogganum ca í febrúar sl.

No comments: