Wednesday, October 15, 2008

Of veik úrræði?

Á sama tíma og verð hækkar á nauðsynjavöru eru þessi úrræði of veik:

[af vef félagsmálaráðuneytis] http://www.felagsmalaraduneyti.is
---------
Úrræði efld
...Auk þeirra ákvarðana sem hér hefur verið lýst og hafa þegar tekið gildi mun félags- og tryggingamálaráðherra leggja fram á Alþingi frumvarp til laga sem heimilar Íbúðalánasjóði að lengja lán viðskiptavina sinna um allt að 30 ár í stað 15 ára áður og jafnframt að veita skuldbreytingarlán vegna greiðsluerfiðleika til allt að 30 ára í stað 15 ára áður. Einnig verða útfærðar reglur vegna mögulegrar útleigu Íbúðalánasjóðs á því húsnæði sem stofnunin kann að eignast á nauðungaruppboðum til fyrri íbúa, hvort sem um er að ræða húsnæði í eigu einstaklinga eða leigufélaga. Slík leiga yrði ávallt í takmarkaðan tíma í samræmi við hagsmuni beggja aðila.
---------

1 comment:

Anonymous said...

Á fólk nú að fara að leigja eigin íbúðir?