Friday, October 24, 2008

8–Lágt tekjuskattsþrep á fyrirtæki á Íslandi virtist því ekki duga

8.hluti — "Hin glæsta útrás" í íslenskum fjölmiðlum.

2. Athyglinni er beint frá áþján almennings með því að stöðugt fjalla á mjög jákvæðan hátt um bankana þannig að reiðin beinist ekki gegn þeim.

....................
Svo ekki verði um villst segir skýrsla Daníels Svavarssonar og Péturs Arnars Sigurðssonar orðrétt: “Þrátt fyrir að tekjur af beinum fjárfestingum Íslendinga erlendis séu umtalsverðar hafa þær ekki dugað til að vega upp á móti gjöldum til erlendra aðila af fjárfestingum þeirra í innlendum félögum.”(Bls. 67)

Semsagt, það er innrás í Ísland, hlutlausar hagtölur segja þveröfugt við þá ímynd sem dregin er upp í fjölmiðlum. Það er alvarleg brotalöm á lýðræði. Sérstaklega þegar þess er gætt að þetta er notað til þess að beina athyglinni frá því að drýgsta tekjulind bankanna, og undirstaða sjálfsskammtaðra ofurlauna, er vaxtaáþján á íslenskan almenning. Töluliður 2. að ofan er til staðar.

Margt fleira athyglisvert getur að lesa í skýrslunni. Til dæmis það að þótt skattaumhverfi fyrirtækja sé einstaklega hagstætt á Íslandi þá dugar það ekki íslenskum viðskiptamönnum; (Bls. 68) “Færst hefur í vöxt að íslensk fyrirtæki og einstaklingar færi hlutabréfaeign sína til útlanda beinlínis í því skyni að komast hjá því að greiða skatt af söluhagnaði hlutabréfa.” Og “Lágt tekjuskattsþrep á fyrirtæki á Íslandi virðist því ekki duga”. Það er semsagt ekki nóg að hafa lágt tekjuskattsþrep og borga lítið til samfélagsins heldur vilja þeir alveg komast hjá því að borga nokkurn skapaðann hlut til samfélagsins. Þetta atriði hefur alveg gleymst þegar umræðan geysar um alla þá velsæld sem fjármálamenn færa íslenska þjóðarbúinu.

Andrés Magnússon, geðlæknir, reyndi að fá þessa grein birta í prentmiðlum í upphafi ársins en var alls staðar hafnað. Greinin er birt í 11 hlutum.

No comments: