Friday, October 24, 2008

Ekki gera það sem bankinn segir þér

Bankar eru ekki góðar ráðgjafastofur. Bankarnir fara ekki eftir tilmælum eigenda sinna (ríkisstjórnarráðherranna) og bíða eftir fyrirskipunum. Sumir lántakendur eru látnir greiða fyrir skuldbreytingar, aðrir ekki. Bara í dag, ekki á morgun.
Góð hugmynd er að fólk bíði með að "laga" lánin sín. Gera eins og íslenska ríkið í bili. Greiða ekkert. Forða laununum sínum og bíða eftir að þau standi við það sem þau hafa sagt: Frysta allar greiðslur í 6–9 mánuði, helst af öllum lánum. Fólk getur notað tímann til að setja sig inn í málin og velja besta kostinn fyrir sig.
Bankafólkið er ekki með þína hagsmuni í huga við ráðgjöfina. Ekki fyrr, ekki nú.

No comments: