Friday, October 17, 2008

Hefur þú hætt að borga?

Reynslusögur óskast

Rósa á eyjan.is:

Hringið í launagreiðandann og látið leggja launin inn á ferska sparisjóðsbók sem hefur engar skuldfærslur. Þá hafið þið ein aðgang að laununum. Drífa sig áður en líður nær mánaðamótum. Opinberir starfsmenn: Fjársýsla ríkisins.

2 comments:

skuldari said...

Ég hætti að greiða af lánum. Ég sendi bankanum bréf og sagði þeim að ég myndi hafa samband eftir 3 mánuði og láta þá vita hvað ég gæti gert.
Þegar ég hafði samband til að ganga frá málinu var samið um dráttarvexti og kostnað og hluti felldur niður.
Ég náttúrulega gekk frá málinu með auknum ábyrgðum, veðum hjá öldruðum foreldrum.
Það hafa margir verið í þessari stöðu.
En það er ekkert hættulegt að hætta að borga. Bankinn er ekki Guð.
Við eigum launin okkar sjálf.

Anonymous said...

Fyrir nokkrum árum hætti ég að borga af lánum sem ég hafði í nokkrum bönkum. Ég hafði stundað það í nokkur ár að fá lán í einum banka til að greiða af lánum í öðrum banka.
Þetta hefur tíðkast á Íslandi en er lögbrot í löndum Vestur-Evrópu.
Ég sendi þeim bréf og sagði þeim að ég þyrfti frest til að skoða möguleika mína.
Málið endaði þannig að þegar ég var tilbúinn til að semja um skuldbreytingu á vanskilum þá voru dráttarvextir og kostnaður lækkaðir og sumt fellt niður.