Sunday, August 02, 2009

Þess vegna kom skjaldborgin aldrei

Það mátti ekki hrófla við skuldum heimilanna því þær reiknast sem eignir hjá bönkunum.

Hefur enginn sagnfræðingur áhuga á að skoða af hverju ekki er virkur húsaleigumarkaður á Íslandi eins og á hinum Norðurlöndunum?
Séreignastefnan hér á landi var undirritað samkomulag á milli ríkisvaldsins og verkalýðshreyfingarinnar. Ákveðið var að allir eiga að kaupa íbúð. Líka sá hluti launafólks, sem margt ræður ekki við íbúðakaup, þ.e. ef eitthvað kemur uppá: veikindi, flutningur á milli landshluta, aðrar breytingar, og á aldrei varasjóði til að grípa í.
Margir einstaklingar fara í gjaldþrot, bara vegna þess að þeir réðu ekki við að kaupa íbúð.
Á Íslandi kaupa sér húsnæði nærri 90% af þjóðinni. Restin er á Búseta- og leigumarkaði, bæði félagslegum og einkamarkaði.
Á Norðurlöndunum er þetta nálægt þriðjungur, þ.e. 1.leigumarkaður, 2. kaupleiga, 3. séreign.
Af hverju þarf ungt fólk á Íslandi, sem stofnar fjölskyldu að byrja á því að skuldbinda sig til íbúðakaupa og vinna síðan ótæpilega á meðan börnin eru lítil og þurfa á foreldrum sínum óþreyttum að halda?

Nú á loksins að fara að hjálpa heimilunum því búið er að reikna út virði bankanna!
En lítið verður hægt að gera fyrir fjölskyldurnar því 2 af 3 bönkum fara í eigu kröfuhafa og varla fara kaupahéðnar að gefa af eigum sínum!
Nálægt 90% íbúðarhúsnæðis á Íslandi er í séreign. Það þýðir að 10% af íbúðarhúsnæði er leiguhúsnæði eða búsetahúsnæði. Ef 90% heimila í landinu er með íbúðalán, veðlán og yfirdrátt hjá bönkunum þá gefur auga leið að engin ríkisstjórn vildi fella niður eitthvað af þessum skuldum. Því þá var verið að gjaldfella bankana. Þess vegna kom skjaldborgin aldrei!
Og almenningur þarf ekki að vænta hjálpar frá verkalýðshreyfingunni því henni er að þakka lágu launin og líka þessi húsnæðisstefna. Verkalýðshreyfingin og ríkisvaldið skrifuðu undir samkomulag um að hér á landi skyldi ríkja séreignastefna í íbúðarhúsnæði, tvisvar á síðustu öld var samið um að setja íslenska launamenn í þessa ánauð.
Og Íslendingar þurfa að kaupa sér íbúð hvort sem þeir ráða við það eða ekki, en á meðan haldast þeir vinnusamir og vilja aukavinnu.