Thursday, October 30, 2008

Innheimtuferlum Intrum breytt snarlega

Stytting í innheimtuferli. Breyting á innheimtufyrirkomulagi að flytja kröfur til Intrum um leið og þær falla í eindaga. Áður hafa alltaf liðið 20 dagar. Það er greinilegt að þeir hjá Inrum hafa ekki tekið eftir skilaboðum nýju eigendanna þ.e. frá Jóhönnu félagsmálaráðherra og ætla að “græða” á ástandinu.























Algjörlega siðlaust

Mál þetta er í raun tvíþætt. Í gærmorgun hringdi þjónustufulltrúi Intrum í mig og bauð mér að stytta í ferlinu svo ég ætti meiri möguleika á því að fá kröfurnar greiddar. Þessi samskipti voru munnleg og hef ég ekkert tilboð í höndunum. Hjá okkur virkar kerfið þannig að nokkrum dögum eftir að krögur falla í eindaga fá viðskiptavinir bréf frá innheimtubankanum og 20 dögum eftir eindaga fara kröfurnar sjálfkrafa í innheimtu til Intrum.

Þessi þjónustufulltrúi vildi meina að núna væri meiri hætta á að fyrirtæki færu á hausinn en áður (ekki að ástæðulausu) og því væri ráðlegt að gefa fyrirtækum styttri tíma til að borga og tryggja sig þannig. Vissulega er þetta rökrétt en ég afþakkaði boðið því mér finnst það siðferðislega rangt og ekki í takt við að þjóðin og fyrirtækin taki höndum saman og þrauki á erfiðum tímum. Ef allir hugsa eins og ráðgjafarnir í Intrum verður keðjuverkunin sú að allt lamast. Allir fara þráðbeint á hausinn því enginn gefur öðrum séns eða tíma.

Ég hefði haldið að til lengri tíma litið væri skynsamlegra að lengja ferlið og eiga þannig meiri möguleika á að fá greitt. Alla mína starfsæfi hef ég með einum eða öðrum hætti komið að innheimtumálum og mér hefur alltaf fundist best að koma fram við skuldarana af virðingu og gefa þeim þann tíma sem þeir þurfa. Það skilar sér í betri innheimtu bæði í krónum talið og þannig innheimta skemmir ekki viðskiptasamband við viðkomandi og viðskiptin geta haldið áfram með eðlilegum hætti.

Hin vinkillinn er að ég fékk innheimtubréf frá Intrum fyrir hönd Samskipa, þar er að vísu verið að rukka mig um reikning sem var rangur og ég var búin að senda þeim tölvupóst um að leiðrétta reikninginn. Fyrir einhver mistök hjá Samskip hefur það enn ekki verið gert. Mistök verða alltaf það er ekki málið, þessi reikningur verður líkast til leiðréttur fljótlega. Það sem vakti athygli mína var að krafan fór í Intrum strax á eindaga, sjá meðfylgjandi bréf og fylgibréf sem var í sama umslagi og segir frá breyttum innheimtuaðgerðum.

Ekki nóg með það, öllu kurteisishjali var sleppt og innheimtan er komin í lokaviðvörun strax 4 dögum eftir eindaga. Satt að segja finnst mér þetta frekar léleg vinnubrögð hjá Samskipum og ráðgjöfum þeirra í Intrum.

Reikningur er gefinn út í byrjun mánaðar, hann er settur í póst löngu seinna (7-10 dögum) þann 20 fellur reikningur í eindaga og er strax sendur til Intrum og er þar kominn í lokameðferð. Kannski er mér misboðið því reikningurinn er rangur en ég held að þó reikningurinn hefði verið réttur og ég hefði ekki greitt á réttum tíma einhverra hluta vegna (peningaleysi eða mistök) væri mér samt misboðið.

Ég get ekki betur séð en að með þessu sé Intrum að fjölga skjólstæðingum/fórnarlömbum og þannig að taka inn meiri veltu og aukinn gróða í kreppunni. Það má vel vera að þetta sé löglegt en þetta er algjörlega siðlaust.


2 comments:

Anonymous said...

Er viljandi verið að gera einstaklinga fyrr gjaldþrota?

Þetta hlýtur að vera með vitund og vilja yfirvalda.

Landsbankinn á Intrum hér á landi. Og er bankinn í eigu ríkisins. Hvaða tvískinningur er þetta ?

Anonymous said...

Hvað varðar fréttaflutning RÚV af málinu þá finnst mér vinnubrögð þeirra frekar bera vott um flaustursleg vinnubrögð, í stíl við æsifréttamennsku og lauslega umfjöllun, en alvöru fréttamennsku. Hafði RÚV á sínum tíma samband við Intrum? Hefði ekki verið ráð að kanna með nokkrum símtölum hvort fleiri hefðu fengið slík tilboð? Hvað með hin innheimtufyrirtækin? Hverju hefði Intrum svarað ef þeir hefðu verið spurðir á hverju þetta tilboð var byggt? Var þetta byggt á rannsóknum eða fræðum um innheimtuferli á krísutímum? Var þetta byggt á tölum úr innheimtukerfi Intrum? Hefði verið ráð að fá álit þeirra ráðamanna sem predika að við eigum að standa saman?


Ég get nú ekki orða bundist eftir að hafa hlustað á forstjóra Intrum ljúga upp í opið geðið á þjóðinni í kvöldfréttatíma RÚV áðan. Eftir að hafa hugsað málið í viku ákvað hann, og innheimturáðgjafarnir, að búa til sögu þess efnis að ég hafi misskilið þá þegar þeir hringdu í mig á dögunum til að bjóða mér að herða innheimtuaðgerðirnar.
Forsaga málsins er sú að á þriðjudaginn í síðustu viku hringdi þjónustufulltrúi Intrum í mig, en í mörg ár hefur Snerpa, þar sem ég er framkvæmdastjóri, keypt af þeim þjónustu. Erindið var að athuga hvort mér fyndist innheimtan ganga ver en áður. Ég sagðist ekki enn hafa orðið vör við slakari innheimtu, hvað sem síðar yrði. Þá tjáði þessi sami þjónustufulltrúi mér að þau væru að hringja í fyrirtækin sem keyptu af þeim þjónustu og bjóða þeim að stytta í öllum ferlum, eins og það var kallað. Þetta þýddi að viðskiptavinir okkar hefðu styttri tíma til að borga reikninga áður en þeir færu í innheimtu hjá Intrum og að það væri líka í boði að stytta ferlið í innheimtunni sjálfri, þannig að kröfurnar færu hraðar í gegn um innheimtuferlið og í lögfræðiinnheimtu. þetta gæti verið ráðlegt ef harðnaði á dalnum í þessari fjármálakreppu. Þá gæti komið upp sú staða hjá fyrirtækjum og einstaklingum, að ekki væri til fyrir öllum kröfum og því gæti verið rétt að tryggja sig með harðari innheimtu.
Ég afþakkaði boðið og varð satt að segja hálf hneyksluð. Hneyksluð á því, að á tímum þar sem stór hluti almennings og fyrirtækja á erfitt með að standa í skilum, skulu sérfræðingar í innheimtumálum bjóða viðskiptavinum sínum þá töfralausn að herða innheimtureglurnar. Ég hefði haldið að á erfiðum tímum sem þessum, ættum við þvert á móti að lengja innheimtuferlið. Ég er ekki sannfærð um að hertar innheimtuaðgerðir skili okkur betri innheimtu, þvert á móti tel ég að almennt ættu fyrirtæki og stofnanir að sýna biðlund. Ef allir rjúka til og herða innheimtureglur verður það óhjákvæmilega til þess að fleiri fyrirtæki og einstaklingar fara í þrot. Líka þeir sem hefðu getað bjargað sér hefðu þeir fengið meiri tíma. Afleiðingin yrði sú að ekki er víst að kröfurnar fengjust greiddar og viðskiptavinurinn héldi ekki áfram í viðskiptum.
Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að hafa samband við Ríkisútvarpið og segja þeim þessa sögu því mér fannst og finnst enn að rangt og siðlaust og herða innheimtureglur í miðri fjármálakreppu. Í framhaldi af því var viðtali við mig í kvöldfréttum RÚV um málið. Daginn eftir viðtalið hringdi í mig maður frá fyrirtækjasviði Intrum til að ræða þetta mál. Hann vildi meina að ég hefði misskilið þjónustufulltrúann og mér hefði einungis verið bent á þessa leið en ekki ráðlagt að gera breytingar. Hvort sem Intrum vill kalla þetta ráðleggingu eða tilboð þá er niðurstaðan sú sama. Einhver tók þá ákvörðun í Intrum að bjóða fyrirtækum þá lausn að herða innheimtuna. Tæpri viku seinna kemur svo Sigurður Jónson forstjóri Intrum fram í viðtali við RÚV og segir að um tóman misskilning sé að ræða sem nú þegar hafi verið leiðréttur. Þetta er einfaldlega ekki satt hjá Sigurði, ég veit vel hvað mér og þessum starfsmönnum fór á milli og þar var enginn misskilningur á ferð. Ég veit einnig fyrir víst að það var hringt í fleiri fyrirtæki sem sjálfsagt munu staðfesta það ef á reynir.
Ég hef átt ágætt samstarf við fyrirtækið Intrum hingað til og mér hefur fundist það koma fram af virðingu miðað við þá starfsemi sem það fæst við. Nú virðist mér, því miður, að einhver fljótfærni og hræðsla hafi gripið um sig hjá þeim. Það sem verra er, það á ekki að viðurkenna mistökin og axla ábyrgðina. Sem viðskiptavinur Intrum hlýt ég að spyrja hvort orðið hafi stefnubreyting.
Hvað varðar fréttaflutning RÚV af málinu þá finnst mér vinnubrögð þeirra frekar bera vott um flaustursleg vinnubrögð, í stíl við æsifréttamennsku og lauslega umfjöllun, en alvöru fréttamennsku. Hafði RÚV á sínum tíma samband við Intrum? Hefði ekki verið ráð að kanna með nokkrum símtölum hvort fleiri hefðu fengið slík tilboð? Hvað með hin innheimtufyrirtækin? Hverju hefði Intrum svarað ef þeir hefðu verið spurðir á hverju þetta tilboð var byggt? Var þetta byggt á rannsóknum eða fræðum um innheimtuferli á krísutímum? Var þetta byggt á tölum úr innheimtukerfi Intrum? Hefði verið ráð að fá álit þeirra ráðamanna sem predika að við eigum að standa saman?
Ég stend við allt sem ég hef áður sagt um samskipti mín við Intrum og að ég tel að það geti haft mjög alvarleg keðjuverkandi áhrif ef fyrirtæki almennt herða innheimtureglur sínar á þessum tímum.
Ég get nú ekki orða bundist eftir að hafa hlustað á forstjóra Intrum ljúga upp í opið geðið á þjóðinni í kvöldfréttatíma RÚV áðan. Eftir að hafa hugsað málið í viku ákvað hann, og innheimturáðgjafarnir, að búa til sögu þess efnis að ég hafi misskilið þá þegar þeir hringdu í mig á dögunum til að bjóða mér að herða innheimtuaðgerðirnar.
Forsaga málsins er sú að á þriðjudaginn í síðustu viku hringdi þjónustufulltrúi Intrum í mig, en í mörg ár hefur Snerpa, þar sem ég er framkvæmdastjóri, keypt af þeim þjónustu. Erindið var að athuga hvort mér fyndist innheimtan ganga ver en áður. Ég sagðist ekki enn hafa orðið vör við slakari innheimtu, hvað sem síðar yrði. Þá tjáði þessi sami þjónustufulltrúi mér að þau væru að hringja í fyrirtækin sem keyptu af þeim þjónustu og bjóða þeim að stytta í öllum ferlum, eins og það var kallað. Þetta þýddi að viðskiptavinir okkar hefðu styttri tíma til að borga reikninga áður en þeir færu í innheimtu hjá Intrum og að það væri líka í boði að stytta ferlið í innheimtunni sjálfri, þannig að kröfurnar færu hraðar í gegn um innheimtuferlið og í lögfræðiinnheimtu. þetta gæti verið ráðlegt ef harðnaði á dalnum í þessari fjármálakreppu. Þá gæti komið upp sú staða hjá fyrirtækjum og einstaklingum, að ekki væri til fyrir öllum kröfum og því gæti verið rétt að tryggja sig með harðari innheimtu.
Ég afþakkaði boðið og varð satt að segja hálf hneyksluð. Hneyksluð á því, að á tímum þar sem stór hluti almennings og fyrirtækja á erfitt með að standa í skilum, skulu sérfræðingar í innheimtumálum bjóða viðskiptavinum sínum þá töfralausn að herða innheimtureglurnar. Ég hefði haldið að á erfiðum tímum sem þessum, ættum við þvert á móti að lengja innheimtuferlið. Ég er ekki sannfærð um að hertar innheimtuaðgerðir skili okkur betri innheimtu, þvert á móti tel ég að almennt ættu fyrirtæki og stofnanir að sýna biðlund. Ef allir rjúka til og herða innheimtureglur verður það óhjákvæmilega til þess að fleiri fyrirtæki og einstaklingar fara í þrot. Líka þeir sem hefðu getað bjargað sér hefðu þeir fengið meiri tíma. Afleiðingin yrði sú að ekki er víst að kröfurnar fengjust greiddar og viðskiptavinurinn héldi ekki áfram í viðskiptum.
Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að hafa samband við Ríkisútvarpið og segja þeim þessa sögu því mér fannst og finnst enn að rangt og siðlaust og herða innheimtureglur í miðri fjármálakreppu. Í framhaldi af því var viðtali við mig í kvöldfréttum RÚV um málið. Daginn eftir viðtalið hringdi í mig maður frá fyrirtækjasviði Intrum til að ræða þetta mál. Hann vildi meina að ég hefði misskilið þjónustufulltrúann og mér hefði einungis verið bent á þessa leið en ekki ráðlagt að gera breytingar. Hvort sem Intrum vill kalla þetta ráðleggingu eða tilboð þá er niðurstaðan sú sama. Einhver tók þá ákvörðun í Intrum að bjóða fyrirtækum þá lausn að herða innheimtuna. Tæpri viku seinna kemur svo Sigurður Jónson forstjóri Intrum fram í viðtali við RÚV og segir að um tóman misskilning sé að ræða sem nú þegar hafi verið leiðréttur. Þetta er einfaldlega ekki satt hjá Sigurði, ég veit vel hvað mér og þessum starfsmönnum fór á milli og þar var enginn misskilningur á ferð. Ég veit einnig fyrir víst að það var hringt í fleiri fyrirtæki sem sjálfsagt munu staðfesta það ef á reynir.
Ég hef átt ágætt samstarf við fyrirtækið Intrum hingað til og mér hefur fundist það koma fram af virðingu miðað við þá starfsemi sem það fæst við. Nú virðist mér, því miður, að einhver fljótfærni og hræðsla hafi gripið um sig hjá þeim. Það sem verra er, það á ekki að viðurkenna mistökin og axla ábyrgðina. Sem viðskiptavinur Intrum hlýt ég að spyrja hvort orðið hafi stefnubreyting.
Hvað varðar fréttaflutning RÚV af málinu þá finnst mér vinnubrögð þeirra frekar bera vott um flaustursleg vinnubrögð, í stíl við æsifréttamennsku og lauslega umfjöllun, en alvöru fréttamennsku. Hafði RÚV á sínum tíma samband við Intrum? Hefði ekki verið ráð að kanna með nokkrum símtölum hvort fleiri hefðu fengið slík tilboð? Hvað með hin innheimtufyrirtækin? Hverju hefði Intrum svarað ef þeir hefðu verið spurðir á hverju þetta tilboð var byggt? Var þetta byggt á rannsóknum eða fræðum um innheimtuferli á krísutímum? Var þetta byggt á tölum úr innheimtukerfi Intrum? Hefði verið ráð að fá álit þeirra ráðamanna sem predika að við eigum að standa saman?
Ég stend við allt sem ég hef áður sagt um samskipti mín við Intrum og að ég tel að það geti haft mjög alvarleg keðjuverkandi áhrif ef fyrirtæki almennt herða innheimtureglur sínar á þessum tímum.
3.11.2008 | 23:33 blog.is
http://okurvextir.blogspot.com/2008/10/hver-intrum.html
http://matthildurh.blog.is/blog/matthildurh/entry/697772/
Allt sem hún sagði um Intrum var satt, því miður
Hvað varðar fréttaflutning RÚV af málinu þá finnst mér vinnubrögð þeirra frekar bera vott um flaustursleg vinnubrögð, í stíl við æsifréttamennsku og lauslega umfjöllun, en alvöru fréttamennsku. Hafði RÚV á sínum tíma samband við Intrum? Hefði ekki verið ráð að kanna með nokkrum símtölum hvort fleiri hefðu fengið slík tilboð? Hvað með hin innheimtufyrirtækin? Hverju hefði Intrum svarað ef þeir hefðu verið spurðir á hverju þetta tilboð var byggt? Var þetta byggt á rannsóknum eða fræðum um innheimtuferli á krísutímum? Var þetta byggt á tölum úr innheimtukerfi Intrum? Hefði verið ráð að fá álit þeirra ráðamanna sem predika að við eigum að standa saman?
Ég get nú ekki orða bundist eftir að hafa hlustað á forstjóra Intrum ljúga upp í opið geðið á þjóðinni í kvöldfréttatíma RÚV áðan. Eftir að hafa hugsað málið í viku ákvað hann, og innheimturáðgjafarnir, að búa til sögu þess efnis að ég hafi misskilið þá þegar þeir hringdu í mig á dögunum til að bjóða mér að herða innheimtuaðgerðirnar.
Forsaga málsins er sú að á þriðjudaginn í síðustu viku hringdi þjónustufulltrúi Intrum í mig, en í mörg ár hefur Snerpa, þar sem ég er framkvæmdastjóri, keypt af þeim þjónustu. Erindið var að athuga hvort mér fyndist innheimtan ganga ver en áður. Ég sagðist ekki enn hafa orðið vör við slakari innheimtu, hvað sem síðar yrði. Þá tjáði þessi sami þjónustufulltrúi mér að þau væru að hringja í fyrirtækin sem keyptu af þeim þjónustu og bjóða þeim að stytta í öllum ferlum, eins og það var kallað. Þetta þýddi að viðskiptavinir okkar hefðu styttri tíma til að borga reikninga áður en þeir færu í innheimtu hjá Intrum og að það væri líka í boði að stytta ferlið í innheimtunni sjálfri, þannig að kröfurnar færu hraðar í gegn um innheimtuferlið og í lögfræðiinnheimtu. þetta gæti verið ráðlegt ef harðnaði á dalnum í þessari fjármálakreppu. Þá gæti komið upp sú staða hjá fyrirtækjum og einstaklingum, að ekki væri til fyrir öllum kröfum og því gæti verið rétt að tryggja sig með harðari innheimtu.
Ég afþakkaði boðið og varð satt að segja hálf hneyksluð. Hneyksluð á því, að á tímum þar sem stór hluti almennings og fyrirtækja á erfitt með að standa í skilum, skulu sérfræðingar í innheimtumálum bjóða viðskiptavinum sínum þá töfralausn að herða innheimtureglurnar. Ég hefði haldið að á erfiðum tímum sem þessum, ættum við þvert á móti að lengja innheimtuferlið. Ég er ekki sannfærð um að hertar innheimtuaðgerðir skili okkur betri innheimtu, þvert á móti tel ég að almennt ættu fyrirtæki og stofnanir að sýna biðlund. Ef allir rjúka til og herða innheimtureglur verður það óhjákvæmilega til þess að fleiri fyrirtæki og einstaklingar fara í þrot. Líka þeir sem hefðu getað bjargað sér hefðu þeir fengið meiri tíma. Afleiðingin yrði sú að ekki er víst að kröfurnar fengjust greiddar og viðskiptavinurinn héldi ekki áfram í viðskiptum.
Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að hafa samband við Ríkisútvarpið og segja þeim þessa sögu því mér fannst og finnst enn að rangt og siðlaust og herða innheimtureglur í miðri fjármálakreppu. Í framhaldi af því var viðtali við mig í kvöldfréttum RÚV um málið. Daginn eftir viðtalið hringdi í mig maður frá fyrirtækjasviði Intrum til að ræða þetta mál. Hann vildi meina að ég hefði misskilið þjónustufulltrúann og mér hefði einungis verið bent á þessa leið en ekki ráðlagt að gera breytingar. Hvort sem Intrum vill kalla þetta ráðleggingu eða tilboð þá er niðurstaðan sú sama. Einhver tók þá ákvörðun í Intrum að bjóða fyrirtækum þá lausn að herða innheimtuna. Tæpri viku seinna kemur svo Sigurður Jónson forstjóri Intrum fram í viðtali við RÚV og segir að um tóman misskilning sé að ræða sem nú þegar hafi verið leiðréttur. Þetta er einfaldlega ekki satt hjá Sigurði, ég veit vel hvað mér og þessum starfsmönnum fór á milli og þar var enginn misskilningur á ferð. Ég veit einnig fyrir víst að það var hringt í fleiri fyrirtæki sem sjálfsagt munu staðfesta það ef á reynir.
Ég hef átt ágætt samstarf við fyrirtækið Intrum hingað til og mér hefur fundist það koma fram af virðingu miðað við þá starfsemi sem það fæst við. Nú virðist mér, því miður, að einhver fljótfærni og hræðsla hafi gripið um sig hjá þeim. Það sem verra er, það á ekki að viðurkenna mistökin og axla ábyrgðina. Sem viðskiptavinur Intrum hlýt ég að spyrja hvort orðið hafi stefnubreyting.
Hvað varðar fréttaflutning RÚV af málinu þá finnst mér vinnubrögð þeirra frekar bera vott um flaustursleg vinnubrögð, í stíl við æsifréttamennsku og lauslega umfjöllun, en alvöru fréttamennsku. Hafði RÚV á sínum tíma samband við Intrum? Hefði ekki verið ráð að kanna með nokkrum símtölum hvort fleiri hefðu fengið slík tilboð? Hvað með hin innheimtufyrirtækin? Hverju hefði Intrum svarað ef þeir hefðu verið spurðir á hverju þetta tilboð var byggt? Var þetta byggt á rannsóknum eða fræðum um innheimtuferli á krísutímum? Var þetta byggt á tölum úr innheimtukerfi Intrum? Hefði verið ráð að fá álit þeirra ráðamanna sem predika að við eigum að standa saman?
Ég stend við allt sem ég hef áður sagt um samskipti mín við Intrum og að ég tel að það geti haft mjög alvarleg keðjuverkandi áhrif ef fyrirtæki almennt herða innheimtureglur sínar á þessum tímum.