Monday, October 13, 2008

Hvað varð um þessa löggjöf?

Vísir.is, 12. apr. 2007 – Vill löggjöf um samningsrétt skuldara

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra [12.apríl 2007] vill skoða kosti þess að setja sérstaka löggjöf um úrræði fyrir fólk sem á í greiðsluerfiðleikum líkt og gert hefði verið annars staðar á Norðurlöndum.

Í ávarpi á ársfundi Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna í morgun sagði Magnús að mikilvægt væri að tryggja skuldurum samningsrétt, rétt til að halda eftir ákveðnu lágmarki tekna til að geta séð sér farborða og heimilisrétt sem tryggði húsnæði sem uppfyllti lágmarkskröfur.

Sagðist hann hafa rætt þessar hugmyndir við viðskiptaráðherra og hann hefði skipað nefnd til að vinna drög að frumvarpi til laga um greiðsluaðlögun einstaklinga. Nefndin ætti að hafa hliðsjón af norrænni löggjöf og reynslu í þessum efnum.

Sagði Magnús löggjöf um skuldaaðlögun í hinum norrænu ríkjunum hafa marga kosti kosti í för með sér. Skuldaranum væri gert kleift að standa í skilum og hjálpað til við að komast úr erfiðleikunum.

No comments: