Wednesday, October 22, 2008

Bjarnargreiði?

Er hjálpin bara fólgin í því að skuldbreyta íbúðalánunum þannig að bankarnir og Íbúðalánasjóður eignist meira í íbúðinni þinni?

[af vef félagsmálaráðuneytis]

Hægt er að skuldbreyta vanskilum hjá lántakendum Íbúðalánasjóðs. Skuldbreyting felst í því að breyta þeirri fjárhæð sem er í vanskilum í nýtt lán. Lánstími skuldbreytingarlána er 5 - 15 ár. Vextir á skuldbreytingarlánum eru vegnir meðaltalsvextir af þeim lánum sem er skuldbreytt. Skuldbreytingarlán er tryggt með sama veðrétti og það lán sem er í vanskilum eða á síðasta veðrétti í óslitinni veðröð lána Íbúðalánasjóðs. Afborganir, vextir og verðbætur af skuldbreytingarlánum eru greiddar mánaðarlega. Fyrsti gjalddagi er í byrjun þarnæsta mánaðar eftir útgáfudag skuldabréfs.

[af vef félagsmálaráðuneytis–sjá hér]

No comments: