Friday, February 27, 2009

Vaknar risinn loksins?
ASÍ tekur afstöðu með heimilunum

Er Así með betri hugmynd en Framsókn?

Spegillinn á Rás 1, fös. 27.feb. kl. 18:16
Er með skýra lýsingu á því hvernig greiðsluaðlögun virkar:

http://dagskra.ruv.is/ras1/streymi/

Friday, February 20, 2009

Glæpsamleg stjórnun á fjármögnun fasteigna á Íslandi

Frábær grein Jakobínu á Smugunni

Peningamálum og fjármögnun fasteigna er stjórnað glæpsamlega hér í landi. Það eru fyrst og fremst valdhafar sem eru ábyrgir fyrir bágri stöðu fjölskyldufólks.
Og hér er bloggið hennar

Wednesday, February 11, 2009

Loksins valkostir í húsnæðismálum Íslendinga?

Hagsmunaaðilar hafa sent út ákall varðandi lausnir á húsnæðislánamálum íslenskra fjölskyldna.

sjá:
heimilin.is

Í Speglinum í kvöld á RÚV (11.feb.09) kynnti Benedikt Sigurðsson góðar hugmyndir fyrir ríkisstjórnina varðandi húsnæðismarkaðinn.
Hugmyndin um breytingar á íbúðum yfir í Búsetaformið er brilljant. Vonandi verður þá virkur almennur húsaleigumarkaður á Íslandi. Þar sem það er valkostur fyrir fólk að kaupa aldrei íbúð en vera öruggur með leiguhúsnæði.

En fyrst þarf að sannfæra stjórnvöld.

Thursday, February 05, 2009

Eru það mannréttindi að fara í gjaldþrot?

Íslenskt hagkerfi stendur og fellur með því að almenningur greiði skuldir sínar og fari ekki í gjaldþrot

[úrdráttur úr grein Sverris Jakobssonar sem birtist í Fréttablaðinu í byrjun desember]

Hér er endurbirt efni frá því í byrjun desember. Alþingi er nú að samþykkja greiðsluaðlögunarlög sem hvetja íbúðaeigendur til að lengja í lánum sínum.
Aðalmálið er að lántakendur fari ekki í gjaldþrot þrátt fyrir hækkandi skuldir og lækkandi laun. Samkvæmt íslenskum gjaldþrotalögum fær fólk ekki að byrja upp á nýtt eftir ákveðinn árafjölda heldur er hægt að endurvekja skuldakröfurnar alla ævi skuldarans.
Það vantar á Íslandi þau mannréttindi sem almenningur í siðuðum samfélögum hefur, að verða gjaldþrota og eftir ákveðinn árafjölda vera á núlli.

Í Fréttablaðinu í dag, þriðjudaginn 2.desember lýsir Sverrir Jakobsson á mannamáli því um hvað málið snýst:

[bls. 16—úrdráttur–greinarskil bloggara]
  • Þenslu fjármálakerfisins fylgdi svo önnur bóla; þensla íbúðaverðs sem af séríslenskum aðstæðum varð einkum á höfuðborgarsvæðinu. Undir hana var ýtt af fjármálastofnunum sem vildu sölsa undir sig þessa starfsemi og fjármagna þar með enn meiri útrás. Stjórnmálamenn ýttu undir þensluna með loforðum um hærri lán til fasteignakaupa sem höfðu í för með sér offjárfestingar í húsnæði.

  • Íslensk heimili urðu skuldsettari en þekkist víðast hvar annars staðar og þunginn af kreppunni fellur nú einkum á heimilin.

  • Samt eru úrræði stjórnvalda nú á krepputímum þau sömu og á fyrri þenslutímum - að hækka vexti á skuldsetta þjóð.

  • Undir eðlilegum kringumstæðum ættu slíkar ráðstafanir að leiða til fjöldagjaldþrota en ríkisvaldið mun ekki leyfa það; gangvirki íslensks efnahagslífs hvílir á þeirri forsendu að fólk borgi skuldir sínar og í því skyni má fresta greiðslum og grípa til allra mögulegra ráðstafana annarra en að lækka vexti eða setja fólk á hausinn.

  • Íslenskt hagkerfi stendur og fellur með því að almenningur greiði skuldir sínar þó að einkabönkunum hafi verið leyft að fara í gjaldþrot, fá nýjar kennitölur og vera lausir allra mála.

Wednesday, February 04, 2009

Fasteignir almennings fjármagna endurreisn bankakerfisins: Eignaupptaka.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur keyrir heimilin í gjaldþrot. Breytir að vísu gjaldþrotalögum og það er vel, en þetta er ekki jafnræði né sanngirni.

Marinó G. Njálsson er með góðan pistil hér

Sunday, February 01, 2009

Taka tvö Jóhanna. Eindagi.

Komin á eindaga loforð þín til heimilanna frá því í október; greiðslustöðvun, frysting, greiðsluaðlögun. Frá árinu 1996 hefur greiðsluaðlögunarfrumvarp legið einhvers staðar í ráðuneyti.
Kominn eindagi hjá mörgum fjölskyldum.
---------------
Ráðstafanir til að vernda fjölskyldur
Úr grein eftir hagfræðingana Gylfa Zoëga og Jón Daníelsson í mogganum mánudag 27.okt. 2008.