Wednesday, October 22, 2008

Er komin ró á markaðinn?


[af eyjan.is, 21.okt.]

Marinó G. Njálsson
21. október, 2008 - 22:35

Ég spurðist fyrir um þetta hjá mínum banka og fékk eftirfarandi svar þegar ég spurði hvort frystingin næði ekki til allrar greiðslunnar:

“Það er rétt að viðskiptaráðherra sagði á blaðamannafundi í gær að þetta ætti einnig við um vaxtagreiðslur, það er hins vegar ekki í samræmi við tilmæli ríkisstjórnarinnar sem er að finna hér: http://www.vidskiptaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/2801

Sú leið sem Nýi Landsbankinn býður viðskiptavinum sínum er frestun afborguna í 6 mánuði, en þeir greiði áfram vexti.”

Þegar fréttatilkynningin er skoðuð kemur þetta í ljós:

“Tilmæli frá ríkisstjórn Íslands.

Í ljósi efnahagsástandsins hefur ríkisstjórn Íslands ákveðið að beina þeim tilmælum til Fjármálaeftirlitsins, f. h. skilanefndar Glitnis hf. og Kaupþings hf., og til stjórna Nýja Landsbankans hf. og Nýja Glitnis hf., að frystar verði afborganir skuldara á myntkörfulánum, sérstaklega vegna húsnæðislána, þar til ró kemst á gjaldeyrismarkaðinn. Einnig er þeim tilmælum beint til sömu aðila að fólki í greiðsluerfiðleikum verði boðin sömu úrræði og til staðar eru hjá Íbúðalánasjóði vegna greiðsluerfiðleika.

Auk þess er óskum beint til annarra fjármálafyrirtækja að veita sömu fyrirgreiðslu.

Tekið er fram að framangreind tilmæli og óskir hafa ekki áhrif á heimild til handa Íbúðalánasjóði til að taka yfir húsnæðislán sem veitt hefur verið af öðrum fjármálafyrirtækjum og gilda á meðan unnið er að yfirfærslu húsnæðislána til Íbúðalánasjóðs.”

Sökin hér virðist því liggja í því að viðskiptaráðherra er á fullu í að segja eitt við fjölmiðla og þar með landsmenn og beina svo allt öðrum tilmælum til bankanna. Mér finnst bara eðlilegast að bankarnir verði beðnir um að frysta allar greiðslur, þeirra sem þess óska, þar til að þessi mál eru komin á hreint. Síðan legg ég til að einhver hjá ráðuneytinu hlusti vel á öll loforð viðskiptaráðherra og sjái til þess að hann annað hvort standi við orð sín eða leiðrétti þau.

---------------

No comments: