Friday, October 24, 2008

1–Greinin sem enginn vildi birta

1.hluti — Þjóðfélagslegu óréttlæti viðhaldið af fjölmiðlum

Andrés Magnússon, reyndi að fá þessa grein birta í prentmiðlum í upphafi ársins en var alls staðar hafnað.
Greinin er birt hér á
http://okurvextir.blogspot.con í 11 hlutum með góðfúslegu leyfi Andrésar.


Hægt er að viðhalda miklu þjóðfélagslegu óréttlæti ef ákveðnir annmarkar eru á upplýsingaflæði til almennings. Hérlendis á þetta sérstaklega við um þá ímynd sem haldið er að almenningi varðandi íslensk bankamál. Á Íslandi er umræða um alls kyns samfélagsmál og álitamál. Eitt er þó sem ekki má tala um nema í mjög jákvæðum tón, og alls ekki reyna að kryfja til mergjar, en það er “Hið íslenska efnahagsundur”. Erlendis tíðkast opin umræða um kosti og galla ýmissa efnahagsaðgerða. Umræðan er “balanced”, kostir og gallar dregnir fram, báðar hliðar málanna skoðaðar. Hér á Íslandi er aldrei gagnrýnin umræða um “Efnahagsundrið” svokallaða, heldur er umræðan um hana alltaf jákvæð. Ferns konar annmarkar eru á upplýsingunum um íslensku bankana:

1. Takmörkuð og mjög tempruð umræðu um þjóðfélagslega óréttlætið sem tengist geysiháum bankavöxtum.
2. Athyglinni er beint frá áþján almennings með því að stöðugt fjalla á mjög jákvæðan hátt um bankana þannig að reiðin beinist ekki gegn þeim.
3. Búin eru til mjög gildishlaðin orð og hugtök sem koma í veg fyrir gagnrýna hugsun og spurningar.
4. Höfðað er til þjóðerniskenndar.
5. Niðurstaða og spurningar.

1 comment:

Google+ said...

Lán allt að $ 500.000 og lánslínur allt að $ 100.000
Einföld umsókn, ákvarðanir í mínútum
Finnst eins hratt og einn virkur dagur ef þú ert samþykktur
Sölutrygging byggð á viðskiptasjóðstreymi, viðskipta- og einkaeign. Hafðu samband við okkur
Netfang: atlasloan83@gmail . com
whatsapp / hangout + 14433459339