Thursday, October 23, 2008

Greiðsluaðlögunar-lög

Í Noregi (líklega á hinum Norðurlöndunum líka) eru greiðsluaðlögunarlög cirkabát þannig að:

fólk sem ræður ekki við greiðslur fær einhverja niðurfellingu skulda.
Þetta þýðir að lánastofnanir eru gerðar meðábyrgar fyrir því að lána einstaklingum meira en þeir ráða að að borga af.

Ef einhver þekkir þetta betur væri gott að fá það hér inn.

1 comment:

Anonymous said...

Neytendasamtökin vilja flýta lagasetningu um greiðsluaðlögun
Neytendasamtökin segja brýnt að tryggja hag almennings og heimilanna í landinu í þeim erfiðleikum sem steðja að þjóðinni. Vilja samtökin að alþingi flýti afgreiðslu frumvarps um greiðsluaðlögun, eins og fram kemur á heimasíðu samtakanna. Samtökin telja að reyna muni á slíka lagasetningu við núverandi aðstæður. "Á þeirri ögurstund sem nú er í íslensku efnahagslífi treystir stjórn Neytendasamtakanna því að allt verði gert til að tryggja hag sparifjáreigenda og að gætt verði að hagsmunum almennra lántakenda í þeim aðgerðum sem gripið verður til. Stjórnvöld verða að líta fyrst og fremst á hag og hagsmuni almennings og heimilanna í landinu. Því fagna Neytendasamtökin þeim yfirlýsingum frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar að hagur sparifjáreigenda verði tryggður og hagsmunir almennings séu einir hafðir að leiðarljósi í þeim erfiðu aðgerðum sem í hönd fara" segir í frétt samtakanna.

Þá telja Neytendasamtökin afar brýnt að séð verði til þess að reglur Íbúðalánasjóðs vegna greiðsluerfiðleika lántakenda verði þannig að komast megi hjá verulegum greiðsluerfiðleikum og gjaldþrotum. "Stjórn Neytendasamtakanna heitir á samstöðu allra aðila í þjóðfélaginu, almennings, fyrirtækja og félagasamtaka að mynda órjúfandi samstöðu um að vinna þjóðina út úr þeim erfiðleikum sem nú steðja að. Neytendasamtökin munu gera það sem í valdi þeirra stendur til að vinna að samstöðu um lausn vandans og leggja sitt að mörkum til að lágmarka megi það tjón sem orðið er og sem gera má ráð fyrir að muni verða" segir ennfremur.

[af vef skutull.is]
09.10.2008 - 11:00