22. október 2008 [af vef Neytendasamtakanna]
Krafist betri upplýsinga frá stjórnvöldum
Ástand efnahags- og gjaldeyrismála ríkisins er grafalvarlegt og dylst það engum. Stjórn Neytendasamtakanna kallar eftir skýrari og betri upplýsingum frá stjórnvöldum á þessum óvissutímum. Fréttir af stöðu mála eru af skornum skammti, oft eru þær misvísandi og koma jafnvel frá erlendum fréttaveitum. Þá eru misvísandi fréttir og upplýsingar að berast úr bankakerfinu þar sem stjórnvöld hafa látið einföld tilmæli nægja en ekki bein fyrirmæli til ríkisbankanna um hvernig aðstoð skuli veitt fólki í fjárhags- og greiðsluvanda.
Upplýsa þarf almenning betur um stöðu mála enda ljóst að það skapar ótta og óöryggi hjá heimilum landsins að búa við stöðuga óvissu dögum og vikum saman. Einnig þurfa stjórnvöld að hraða ákvörðunum sínum þannig að sem fyrst sé ljóst hvað bíður heimilanna í raun.
Stjórn Neytendasamtakanna ítrekar að frumvarp til laga um greiðsluaðlögun verði afgreitt strax, ljóst er að slík löggjöf hefur aldrei verið mikilvægari en nú.
Wednesday, October 22, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Í Noregi getur manneskja, sem skuldar meira en hún ræður við að greiða af með góðu móti, farið til sýslumanns. Sem gerir lánadrottnum að taka meðábyrgð á því að hafa lánað of mikið.
Skuldin er lækkuð, þannig að fjölskyldan haldi heilbrigðu lífi og geti komist úr vanskilum á örfáum árum.
Post a Comment