Eru einhver úrræði hjá Íbúðarlánasjóði fyrir fólk sem er komið í þrot með greiðslur?
Svar: Já - Íbúðarlánasjóður hefur nokkur úrræði sem hægt er að grípa til þegar lántakendur hjá sjóðnum eru komnir í greiðsluerfiðleika. Verður hverri leið gerð skil hér á eftir. Hér eru mjög góðar upplýsingar frá Íbúðarlánasjóði.
Eru einhver úrræði til staðar fyrir fólk sem tók íbúðarlán í erlendri mynt?
Svar: Já - í nýsettum neyðarlögum er Íbúðarlánasjóði veitt heimild til að koma að og endurfjármagna lán fjármálafyrirtækja sem tryggð eru með veði í íbúðarhúsnæði. Ef þessi lán verða yfirtekin af Íbúðarlánasjóði mun lántakendum þessara lána standa til boða sömu úrræði vegna greiðsluerfiðleika eins og þeim sem tóku lán hjá sjóðnum.
Við hvern á að hafa samband til að fá upplýsingar og hjálp í greiðsluerfiðleikum?
Svar: Ýmist snúa skuldarar sér beint til Íbúðarlánasjóðs, viðskiptabanka og/eða Ráðgjafastofu heimilanna.
Í hvaða tilfellum er haft beint samband við Íbúðarlánasjóð?
Svar: Þegar skuldari gerir samning um greiðsludreifingu skulda í allt að 18 mánuði og þegar óska þarf frestunar á greiðslum vegna sölutregðu eignar við kaup á annarri eign.
Ég er komin í vanskil með lán en innheimtuaðgerðir eru ekki hafnar – hvað get ég gert?
Svar: Hafa samband við Íbúðarlánasjóð og gera samning um greiðsludreifingu gjaldfallina skulda auk afborgana í allt að 18 mánuði. Innheimtuaðgerðir stöðvast sjálfkrafa við samninginn.
Ég er komin í vanskil með lán og innheimtuaðgerðir eru hafnar – hvað get ég gert?
Svar: Hafa samband við Íbúðarlánasjóð og gera samning um greiðsludreifingu gjaldfallina skulda auk afborgana í allt að 18 mánuði. Innheimtukostnaður fellur ekki niður.
Skuldir eru orðnar svo miklar að ég er að missa íbúðina (nauðungarsölubeiðni)– hvað get ég gert?
Svar: Hafa samband við Íbúðarlánasjóð og greiða 50% þess sem í vanskilum er. Ekki hægt að semja um frest á fyrstu fyrirtöku uppboðs og eingöngu greiðslur koma til greina. Sé þetta gert afturkallar Íbúðarlánasjóður nauðungarsölubeiðnina.
Ég er komin í greiðsluerfiðleika sem stafa af óvæntum tímabundnum erfiðleikum s.s. veikindum, slysi, minni atvinnu, atvinnuleysis eða af öðrum ófyrirséðum atvikum – hvað get ég gert?
Svar: Hafa samband við sinn banka eða sparisjóð sem fer yfir umsókn um skuldbreytingu vanskila sem hægt er að breyta í nýtt lán til 5 – 15 ára. Viðskiptabankinn gerir síðan tillögu til Íbúðarlánasjóðs um framkvæmd.
Ég er komin í meiriháttar vanskil og í raun þrot með öll mín fjármál – hvað get ég gert?
Svar 1: Hafa samband við sinn banka, sparisjóð og/eða Ráðgjafastofu heimilanna sem fara yfir umsókn um frestun á greiðslum. Þessir aðilar gera síðan tillögu til Íbúðarlánasjóðs sem er heimilt að veita skuldara frestun (frystingu) á lánagreiðslum í 3 ár.
Svar 2: Hafa samband við sinn banka, sparisjóð og/eða Ráðgjafastofu heimilanna sem fara yfir umsókn um frestun á greiðslum. Þessir aðilar gera síðan tillögu til Íbúðarlánasjóðs sem er heimilt að lengja upphaflegan lánatíma um allt að 15 ár.
Úr bækling así, nálgist hér (word-skjal)
Wednesday, October 29, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Lán allt að $ 500.000 og lánslínur allt að $ 100.000
Einföld umsókn, ákvarðanir í mínútum
Finnst eins hratt og einn virkur dagur ef þú ert samþykktur
Sölutrygging byggð á viðskiptasjóðstreymi, viðskipta- og einkaeign. Hafðu samband við okkur
Netfang: atlasloan83@gmail . com
whatsapp / hangout + 14433459339
Post a Comment