Friday, October 24, 2008

10–Skuldir kr. 34 mill. á heimili síðustu 10 ár.

10. Íslensku bankarnir fá fyrirhafnarlaust 200 milljarða á ári vegna hávaxtastefnu sinnar


4. Höfðað er til þjóðerniskenndar.

....................

Vissulega blandast þjóðerniskennd inn í umræðuna um bankana.

Í fjölmiðlum hefur mátt lesa: “Nú ganga Íslendingar stoltir um götur Kaupmannahafnar, þeir bera höfuðið hátt í hinni fornu höfuðborg ….”.

Og: “Það gerir ekkert til að tapa fyrir Dönum í handbolta, við erum hvort eð er að leggja þá að velli með eignaryfirtöku”.

Yfirhöfuð gerir ekkert til að tapa íbúðinni sinni á nauðungaruppboði bankanna hér heima, bara ef þeir kaupa íbúðir í Danaveldi fyrir ágóðann. Og hin yfirnáttúrulega fjármálasnilli íslendingana skýrist helst af því að þeir eru fæddir Íslendingar.

Yfirburðaeðlið er nátengt hinu séríslenska; áræði, snarræði, þor og gáfum. Okkur hlýnar um hjartarætur, við erum þeir. En því miður er það hér sem endranær, þjóðerniskenndin hefur aðeins nýttst til forheimskan þjóðanna.

Staðreyndin er að íslensku bankarnir fá fyrirhafnarlaust u.þ.b. 200 milljarða á ári upp í hendurnar vegna hávaxtastefnu sinnar, þeir reyna að ávaxta þessa upphæð erlendis en geta það ekki heldur glutra því öllu niður eins og tölurnar frá Seðlabankanum sýna.

Láta mun nærri að skuldir hvers heimilis vegna klaufalegra fjárfestinga íslenskra bankamanna síðustu 10 árin sé 14 miljónir (Tafla 1.). Þar við bætast 2 milljónir á ári vegna vaxtamismunarins, alls kr. 34 mill. per heimili síðustu 10 ár.

Andrés Magnússon, geðlæknir, reyndi að fá þessa grein birta í prentmiðlum í upphafi ársins en var alls staðar hafnað. Greinin er birt í 11 hlutum.

No comments: