Friday, October 17, 2008

Austurvöllur, laugardagur kl. 3. Við mótmælum öll

http://www.nyirtimar.com


Nú er tíminn

Við mótmælum öll – Hittumst á Austurvelli á laugardag kl. 15. Vertu þáttakandi, ekki þolandi. Hvetjið alla sem ykkur eru nærri til að mæta líka. Við fáum kannski bara þetta eina tækifæri. (Dagskrá verður kynnt á morgun föstudag).

Senda á vini og kunningja

2 comments:

skuldari said...

Þetta var frábær fundur. Við upplifðum það að við vorum ekki að: GERA EKKI NEITT

Anonymous said...

[af vef Neytendasamtakanna]
15. október 2008

Frysting afborgana

Neytendasamtökin fagna tilmælum ríkisstjórnarinnar um að afborganir á íbúðarlánum sem bundin eru erlendu gengi (myntkörfulán) verði frystar á meðan við búum við þær óeðlilegu aðstæður í gengismálum sem við gerum í dag. Neytendasamtökin hvetja banka og aðrar fjármálastofnanir að verða við þessum tilmælum þegar í stað enda ljóst að mörg heimili geta ekki staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar eins og ástandið er nú hér á landi.