Friday, October 24, 2008

6–Engin vitræn umræða í íslenskum fjölmiðlum

6.hluti — "Hin glæsta útrás" í íslenskum fjölmiðlum.

2. Athyglinni er beint frá áþján almennings með því að stöðugt fjalla á mjög jákvæðan hátt um bankana þannig að reiðin beinist ekki gegn þeim.

....................
Ef reynt er leiða hjá sér þá mynd sem dregin er upp af “Hinni glæstu útrás” í fjölmiðlum og þess í staðinn sjónum beint að hlutlausum, beinhörðum hagtölum Seðlabanka Íslands, þá kemur allt önnur mynd í ljós: (sedlabanki.is; Hagtölur; Erlend staða; Tímaraðir-Erlend staða þjóðarbúsins og Erlend staða þjóðarbúsins og þáttatekjur (Peningamál, 2. hefti 2007).

Hið fyrsta sem blasir við er hvernig nettóeignarstaða Íslands hefur þróast síðan “Útrásin” hófst (Tafla 1.)










Tölurnar stækka með hverju árinu og virðast fyrst í stað styrkja kenninguna sem okkur þykir svo vænt um að eignir Íslendinga séu alltaf að aukast, fyrst og fremst vegna kaupa okkar á erlendum eignum og fyrirtækjum.

En svo rekur maður augun í það að mínustala er fyrir framan allar tölurnar. Það er semsé engin útrás í gangi og hefur aldrei verið; það er nær að tala um innrás. Eina útrásin sem virðist hafa átt sér stað er í lánadeildir erlendra stórbankanna.

En “Útrásin” á að hafa verið stórkostleg lyftistöng fyrir íslenskan efnahag. Hér er komin lausn á fjárhagsvanda allra landa: Taka lán erlendis til þess að kaupa eignir erlendis, það er gott fyrir efnahaginn þótt eignirnar séu verðrýrari en lánin, og lánin hækki hraðar en verðgildi eignanna. Það er óþarfi að taka fram að engin vitræn umræða hefur farið fram um þessi mál í íslenskum fjölmiðlum.




























Finnst almenningi umfjöllun íslenskra fjölmiðla um hin “Glæstu uppkaup íslendinga erlendis” vera í samræmi við veruleika súluritsins hér að ofan? Hrein staða Íslands var neikvæð um 122% en hrein staða án áhættufjármagns var nálægt 200% af vergri þjóðarframleiðslu. Aðeins eitt land í heiminum hefur hærri hluta af erlendum fjárfestingum sínum í áhættufjármagni.

Erlendar skuldir innlánsstofnana voru 82% af erlendum skuldum íslendinga. Hin geypilega neikvæða eignarstaða Bandaríkjanna er mikið áhyggjuefni út um allan heim. Hún er þó hreint smáræði miðað við neikvæða eignarstöðu Íslands.

Andrés Magnússon, geðlæknir, reyndi að fá þessa grein birta í 5 prentmiðlum í upphafi ársins en var alls staðar hafnað. Greinin er birt í 11 hlutum.

1 comment:

Unknown said...

Ég er (Mr) .Allen Kraska af fjármálaþjónustu HEARTLAND. Við erum nú að bjóða einka-, viðskipta- og einkalán með mjög lágmarks árlega vexti eins lágt og 3% innan 1 ára til 20 ára endurgreiðslutímalengd til einhvers staðar í heiminum. Við gefum út lán innan lágmarkssviðs 2.500 kr. Að hámarki $ 50.000.000 USD. Lán okkar eru vel tryggð vegna hámarks öryggis er forgangsverkefni okkar. Vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á allenfinancialservice7 @ gmail. com eða texta okkur á hvaða app á +1 631 341 5195