Sunday, December 07, 2008

Verkalýðshreyfingin vill viðhalda verðtryggingu lána

Verkalýðshreyfingin vill viðhalda verðtryggingu lána til að lífeyrissjóðirnir haldi verðgildi sínu.
Nú er verið að etja hagsmunum gamla fólksins, sem fær lífeyri sinn úr sjóðunum, á móti unga fólkinu, sem þarf lán til að koma þaki yfir höfuðið.
Fyrir unga fólkið eru verkalýðsfélögin orlofshúsaleigumiðlun. Ungt fólk greiðir lögbundin félagsgjöld í verkalýðsfélög nema búið sé að hrekja það í verktöku. Ótrúlega há prósenta af öllum launum í landinu fara til lífeyrissjóðanna og verkalýðsfélaganna.

Lausn verkalýðsleiðtoganna er að aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu muni bjarga okkur frá verðtryggingunni.
Verkalýðshreyfingin er ekki lýðræðisleg hreyfing. Þegar forseti ASÍ lýsir því yfir að ASÍ vilja fara í ESB er hann að segja fólkinu að það viti ekkert, þurfi ekki upplýsingar og eigi að elta ASÍ sem eltir Samfylkinguna.

Leiðtogarnir eru hámenntaðir og kerfið sem þeir styðja heldur þeim við völd (á háum launum). Og ef Ísland fer í Evrópusambandið þá verða verkalýðsforingjarnir á enn fleiri fundum erlendis og það virðist vera það sem allir sækja í.

Af hverju pössuðu stjórnarmenn í lífeyrissjóðunum ekki betur upp á peningana okkar? Af hverju eigum við að treysta þessum sömu mönnum fyrir sjóðunum okkar?

5 comments:

Anonymous said...

takk fyrir að safna þessu hér saman. Þetta gagnast mörgum. Kv. Jón Jóns.

Anonymous said...

og hér færðu lag að launum!

http://kreppukallinn.blog.is/blog/kreppukallinn/entry/738611/

Anonymous said...

Takk fyrir þetta.

walter lins said...

Þarft þú að brýn lán af einhverju tagi? Ef já email mauricefinance@hotmail.com og fá brýn lán á 2% vöxtum.
EMAIL: mauricefinance@hotmail.com
kveðjur
mr Maurice

Isabelle dubois said...

halló, ég er ánægður með að vekja athygli þína á að ég notaði alvarlegt lán með lánveitanda sem hefur veitt 10.000.000 evrur til að endurlífga og fjármagna
fyrirtæki. Að hafa samband við hann skrifaðu það með

Netfang: davidsovi125@gmail.com