Sunday, December 14, 2008

Af hverju er ekki virkur húsaleigumarkaður á Íslandi eins og á hinum Norðurlöndunum?

Af hverju þarf ungt fólk sem stofnar fjölskyldu að byrja á því að skuldbinda sig til íbúðakaupa og vinna síðan ótæpilega á meðan börnin eru lítil og þurfa á foreldrum sínum óþreyttum að halda?

Af hverju er ekki virkur húsaleigumarkaður á Íslandi eins og á hinum Norðurlöndunum?
Séreignastefnan hér á landi var undirritað samkomulag á milli ríkisvaldsins og verkalýðshreyfingarinnar. Ákveðið var að allir eiga að kaupa íbúð. Líka sá hluti launafólks, sem margt ræður ekki við íbúðakaup, þ.e. ef eitthvað kemur uppá: veikindi, flutningur á milli landshluta, aðrar breytingar og á aldrei varasjóði til að grípa í.
Margir einstaklingar fara í gjaldþrot, bara vegna þess að þeir réðu ekki við að kaupa íbúð.

4 comments:

Tóti said...

Merkilegt nokk þá er það að hluta til út af byggingareglugerðum.

Eins og þær eru settar er verið að passa upp á að öll þægindi séu til staðar (geymslur, þvottahús osfrv.), þannig að startgjaldið á íbúð sem byggð er í dag er rétt tæpir 18 fm., sem útleggst sem tæpar 4 milljónir miðað við fermetraverð byggingarkostnaðar.

Það, ásamt uppsprengdu lóðaverði gerir það vonlaust að byggja íbúðir til útleigu því leigan þyrfti að vera svo há.

skuldari said...

Þetta er ekki eina ástæðan fyrir því að ekki er virkur húsaleigumarkaður á Íslandi. Leigjendur eru ekki eins miklar peningamaskínur fyrir lánastofnanir og ríkið eins og fasteignakaupendur. Og þetta var undirritað samkomulag um stefnumörkun fyrir íslensku þjóðina.

Anonymous said...

Það á ekki að þurfa að vera svona dýrt að kaupa sér íbúð. Ef maður fer í grunninn og skoðar hvernig fjármála- og peningakerfið er uppbyggt þá sér maður að það er vandamálið, en ekki það að fólk kaupir sér íbúð.
"Í upphafi skildi grunninn skoða" ;)

Allen Kraska said...

Ég er (Mr) .Allen Kraska af fjármálaþjónustu HEARTLAND. Við erum nú að bjóða einka-, viðskipta- og einkalán með mjög lágmarks árlega vexti eins lágt og 3% innan 1 ára til 20 ára endurgreiðslutímalengd til einhvers staðar í heiminum. Við gefum út lán innan lágmarkssviðs 2.500 kr. Að hámarki $ 50.000.000 USD. Lán okkar eru vel tryggð vegna hámarks öryggis er forgangsverkefni okkar. Vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á allenfinancialservice7 @ gmail. com eða texta okkur á hvaða app á +1 631 341 5195