Wednesday, December 03, 2008

Valdið liggur hjá skuldurum

Uppreisn gegn lánardrottnum
[jonas.is]
Guðmundur Ólafsson hagfræðingur reyndist sannspár um hrunið. Einn af mörgum, sem ekki var hlustað á. Nú ráðleggur hann skuldugum að spyrna við fótum. "Það er fráleitt að halda áfram að borga", segir hann í viðtali við DV í dag. Vegna verðtryggingar er 18 milljóna lán komið upp í 24 milljónir króna. Fólk hefur ekkert gert til að verðskulda slíkt. Guðmundur bendir í blaðinu á leiðir til að hætta að borga af lánum, sem fyrirsjáanlega sliga fólk. Fólk á að leggja peninga sína inn á reikning í stað þess að borga Íbúðalánasjóði eða banka. Fólk lifir ekki nema það geri fjárhagslega uppreisn gegn kerfinu.

Hættið að borga af lánunum
[dv.is]

„Það er fráleitt að halda áfram að borga,“ segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur um stöðu þess fólks sem á í greiðsluerfiðleikum vegna húsnæðislána. Hann segir að fólk eigi í öllu tilliti að fara til skuldareigandans, oftast Íbúðalánasjóðs eða bankanna, og spyrja þá hvað sé til ráða þegar fólk ræður ekki við greiðslurnar.

Guðmundur segir að allur sá fjöldi fólks sem er í þessum sporum eigi aðeins einn kost. „Hann er þá að segja einfaldlega; „Við borgum ekki“ enda er ekkert annað í boði. Það segir sig sjálft,“ segir hann.

Í DV í dag kemur fram hvernig hægt er að hætta að borga af lánum, sem munu fyrirsjáanlega sliga mann, og safna peningunum í staðinn inn á reikning. Íbúðalánasjóður getur ekki gengið að fénu og því getur fólk notað féð til að koma undir sig fótunum á ný, til dæmis á leigumarkaði. Þetta hefur þó sína ókosti, en enga umfram þá sem mæta fólki þegar það loksins fer í þrot vegna lánanna.

Verðtrygging húsnæðislána gerir það að verkum að sá sem tók 18 milljóna króna lán í fyrra stendur frammi fyrir því undir lok næsta árs að skulda 24 milljónir króna, þrátt fyrir að hafa ekkert gert rangt. Því hefur hópur fólks ákveðið að hætta að borga af lánunum, í ljósi þess að verðtryggingin sé bæði í senn sligandi og óréttlát.

Sjá nánar í DV-pappírsútgáfu
------
Sjá einnig grein Sverrir Jakobssonar [úrdráttur]:

Íslenskt hagkerfi stendur og fellur með því að almenningur greiði skuldir sínar og fari ekki í gjaldþrot

No comments: