Tuesday, December 02, 2008

Íslenskt hagkerfi stendur og fellur með því að almenningur greiði skuldir sínar og fari ekki í gjaldþrot

Í Fréttablaðinu í dag, þriðjudaginn 2.desember lýsir Sverrir Jakobsson á mannamáli því um hvað málið snýst:

[bls. 16—úrdráttur–greinarskil bloggara]
  • Þenslu fjármálakerfisins fylgdi svo önnur bóla; þensla íbúðaverðs sem af séríslenskum aðstæðum varð einkum á höfuðborgarsvæðinu. Undir hana var ýtt af fjármálastofnunum sem vildu sölsa undir sig þessa starfsemi og fjármagna þar með enn meiri útrás. Stjórnmálamenn ýttu undir þensluna með loforðum um hærri lán til fasteignakaupa sem höfðu í för með sér offjárfestingar í húsnæði.

  • Íslensk heimili urðu skuldsettari en þekkist víðast hvar annars staðar og þunginn af kreppunni fellur nú einkum á heimilin.

  • Samt eru úrræði stjórnvalda nú á krepputímum þau sömu og á fyrri þenslutímum - að hækka vexti á skuldsetta þjóð.

  • Undir eðlilegum kringumstæðum ættu slíkar ráðstafanir að leiða til fjöldagjaldþrota en ríkisvaldið mun ekki leyfa það; gangvirki íslensks efnahagslífs hvílir á þeirri forsendu að fólk borgi skuldir sínar og í því skyni má fresta greiðslum og grípa til allra mögulegra ráðstafana annarra en að lækka vexti eða setja fólk á hausinn.

  • Íslenskt hagkerfi stendur og fellur með því að almenningur greiði skuldir sínar þó að einkabönkunum hafi verið leyft að fara í gjaldþrot, fá nýjar kennitölur og vera lausir allra mála.



No comments: