Saturday, April 11, 2009

Skuldir Íslands og Íslendinga
Er stjórnvöldum treystandi?

Meðfylgjandi er yfirlýsing um skuldir Íslands eftir hrunið sem stjórnvöld, að tillögu AGS, ætla að láta landsmenn borga. Einnig eru meðfylgjandi tenglar á greinar og viðtöl við Michael Hudson og John Perkins (Confessions of an Economic Hitman).

Áríðandi er að þessi skilaboð (viðhengið og linkarnir) komist til sem flestra og biðjum við þig að dreifa þeim til allra sem þú getur.

Stríðið gegn Íslandi eftir Michael Hudson
http://www.visir.is/article/20090404/SKODANIR03/961273430

Alheimsstríð lánardrottna eftir Michael Hudson
http://visir.is/article/20090401/SKODANIR03/461500915#

The IMF Rules the World eftir Michael Hudson
http://www.counterpunch.com/hudson04062009.html

John Perkins fyrirlestur hjá HÍ, 6. apríl - Er allt uppi á borðinu ? / Is everything on the table?

1.hluti:
http://video.google.com/videoplay?docid=-5595182360829048829&hl=en
2.hluti:
http://video.google.com/videoplay?docid=-1877050852404764371&ei=Sc7cSYWHKYTz-AbVtvSUDA&hl=en

John Perkins í Silfri Egils

1.hluti:
http://www.youtube.com/watch?v=ushMvvN8y-I

2.hluti:
http://www.youtube.com/watch?v=dUF25wNQDHg

Sjá einnig síðu Láru Hönnu
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/848551/

Með bestu kveðju,

Borgarahreyfingin – þjóðin á þing

ps

Þú sem viðtakandi hefur með einum eða öðrum hætti lent á póstlista Samstöðu – bandalags grasrótarhópa sem þátttakandi í því starfi er leiddi til stofnunar Samstöðu á sínum tíma.

Borgarahreyfingin – þjóðin á þing sem verð til upp úr ákvörðun Samstöðu að taka pólitíska slaginn í komandi kosningum sendir þér þetta skeyti og óskar eftir stuðningi við dreifingu á því. Þetta er ekki flokkspólitískt mál heldur grafalvarleg staða sem Ísland er komið í og sem krefst þess að sem flestir láti í sér heyra um málið. Ef þú veist um fleiri sem vilja vera með, eða vilt sjálf(ur) út láttu þá sendanda vinsamlegast vita.

Borgarahreyfingin

———————

Yfirlýsing um skuldir Íslands eftir hrunið sem stjórnvöld, að tillögu AGS, ætla að láta landsmenn borga.

Skuldir Íslands og Íslendinga
Er stjórnvöldum treystandi?

Nýlega fram komnar upplýsingar frá tveimur erlendum hagfræðingum, Michael Hudson og John Perkins benda til þess að íslensk stjórnvöld séu hugsanlega á algerlega rangri leið með þjóðina, leið sem muni hneppa íslendinga í skuldafen um langa framtíð. Báðir halda því hiklaust fram að í slíku skuldafeni munu fyrr eða síðar eignir þjóðarinnar s.s. auðlindirnar, atvinnutækin og stoðkerfi eins og samgöngumannvirki og veitustofnanir, verða seld erlendum fyrirtækjum sem leið út úr vandanum. Þetta segja þeir alþekkt.

Framsaga þeirra beggja í Silfri Egils s.l. sunnudag og á fundum í Háskóla Íslands og á Grand Hóteli á mánudaginn hefur vakið mikla athygli en jafnframt sætt nánast algerri þöggun í stjórnkerfinu og mörgum helstu fréttamiðlunum s.s. RÚV –sjónvarpi og útvarpi og Morgunblaðinu.

Ljóst virðist að Ísland stendur á barmi þjóðargjaldþrots og að skuldir af völdum bankahruns og efnahags óstjórnar eru sennilega meiri en hægt er að ráða við.

Ekki fæst staðfest hversu háar skuldir þjóðarinnar eru, en stjórnvöld halda samt áfram með stöðugar yfirlýsingar um að fær leið sé út úr skuldafeninu með hefðbundum tekjustreymis aðferðum ríkissjóðs, s.s. skattahækkunum og stórfelldum niðurskurði útgjalda.

Kominn er tími til að stjórnvöld geri þjóðinni nákvæmlega grein fyrir hverjar skuldirnar eru, en hegði sér ekki eins og fyrrverandi ríkisstjórn sem hélt mikilvægum upplýsingum um væntanlegt hrun leyndum fyrir þjóðinni.

Hér er á ferðinni mál sem skiptir alla íslendinga gríðarlegu máli, mál sem heggur að grundvallar lífsskilyrðum okkar, barna okkar og jafnvel barna-barna þar sem vegferð stjórnvalda virðist vera sú að skera samfélagsáttmála þjóðarinnar í ræmur sem aldrei verður aftur byggt á.

Bæði Hudson og Perkins hafa bent á að aðferðir AGS, þær sömu og íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, hafa valdið stórkostlegum skaða til áratuga í þeim löndum sem þeim hefur verið beitt. Á hinn bóginn hefur þeim löndum sem hafnað hafi meðulum AGS jafnan vegnað mun betur og þau verið fljótari að rétta úr kútnum eftir áföll.

Hagsmunir almennings hljóta að krefjast þess að samstarfið við AGS verði endurskoðað og að leitað verði annarra leiða út úr skuldafeninu. Gleymum því ekki að það var ekki almenningur sem stofnaði til þessara skulda heldur örfáir fjárglæframenn í samvinnu við vanhæfa ríkisstjórn og stjórnsýslu.

Það er krafa okkar að það verði fjallað ítarlega um þetta mál í fjölmiðlum og á Alþingi.

Við skrifuðum ekki upp á skuldir auðmanna, og við eigum ekki að borga þær.

Borgarahreyfingin – þjóðin á þing, 8. apríl 2009.

3 comments:

Anonymous said...

While I surf blog , i found a all new trick in http://pic-memory.blogspot.com/Vistor can comment and EMBED VIDEO YOUTUBE , IMAGE. Showed Immediately!
EX : View Source.
http://pic-memory.blogspot.com/2009/02/photos-women-latin-asian-pictu...(add photos and videos to Blogspot comments).
Written it very smart!
I wonder how they do it ? Anyone know about this , please tell me :D
(sr for my bad english ^_^)

email: ya76oo@ya76oo.com
thanks.

Google+ said...

Lán allt að $ 500.000 og lánslínur allt að $ 100.000
Einföld umsókn, ákvarðanir í mínútum
Finnst eins hratt og einn virkur dagur ef þú ert samþykktur
Sölutrygging byggð á sjóðstreymi viðskipta, viðskipta og persónulegra lána Hafðu samband við okkur Netfang: atlasloan83@gmail . com whatsapp / hangout + 14433459339 Atlasloan.wordpress.com

Samuel kings said...

Brýn raunveruleg umsókn um lánsumsókn núna:
Citylaon & trúnaður)
Ertu að leita að viðskiptaláni? Persónulegt lán, íbúðalán, bíll
Lán, námslán, sameiningarlán skulda, ótryggð lán, fyrirtæki
Fjármagn o.s.frv .. eða hefur láninu verið hafnað af bankanum eða
Fjármálastofnun af einhverjum ástæðum. Við erum einkareknir lánveitendur og lánveitingar
Fyrir fyrirtæki og einstaklinga með lága vexti og viðráðanlega vexti frá
2% vextir. Ef þú hefur áhuga á láni? Whatsapp okkur í dag í +971544105744 eða
(cityloan2020@gmail.com) og fáðu lánið þitt í dag.