Tuesday, January 20, 2009

Óvenjulega hörkuleg löggjöf um skuldara og gjaldþrot einstaklinga

Á Íslandi er óvenjulega hörkuleg löggjöf um skuldara og gjaldþrot einstaklinga. Löggjöfin gerir lánadrottnum kleift að halda skuldakröfum á einstaklinga vakandi alla ævi þannig að engin leið er fyrir skuldarann að snúa við blaðinu og hefja nýtt líf s.s. eftir of mikla skuldasöfnun einhverra ástæðna vegna. Veikinda, atvinnuleysis, skilnaðar...
Sérstaklega er þetta ömurlegt núna þegar svo margir hafa tekið svo mikið að láni.
Bankarnir hvöttu til mikillar neyslu og mikillar lántöku. Það hefur nú komið í ljós að bankarnir reiknuðu sér sem eign það sem þeir lánuðu einstaklingum. Og þá gátu þeir sýnt fram á betri eignastöðu gagnvart erlendum lánadrottnum.
Stjórnvöld tóku líka þátt í þessu með því að hækka veðhlutfall íbúðalána.
Lögfræðingar og fræðimenn, aðallega þeir sem eru erlendis s.s. Magnús Þór Torfason, doktorsnemi við Columbia-háskóla, hefur skrifað um þessa löggjöf.
Kynnið ykkur hvað hann segir um þetta.

Monday, January 19, 2009

Sunday, January 18, 2009

Íslenskar fjölskyldur hlekkjaðar til æviloka við verðlitlar eignir

Heimilin og fjölskyldurnar í landinu tóku lán sín til íbúðarkaupa í góðri trú og trausti til fjármálastofnana og stjórnvalda. Margar fjölskyldur eiga nú þess vegna á hættu að verða hlekkjaðar til æviloka við verðlitlar eignir sínar með skuldaklafann á bakinu, eða að verða hraktar af heimilum sínum með opna heimild til endurupptöku krafna til æviloka.
Úr ályktun stofnfundar Hagsmunasamtaka heimilanna 15. janúar 2009

Sunday, January 11, 2009

Wednesday, January 07, 2009

Vésteinn er hættur að borga okurlánin!

Vésteinn Gauti er hættur að borga íbúðar-okur-lánin.
Hann leyfir okkur að fylgjast með samskiptum sínum við bankann á bloggsíðu sinni.

Tuesday, January 06, 2009

Niðurlæging þeirra sem standa í skilum, getur orðið hvað mest

Niðurlæging þeirra sem standa í skilum getur orðið hvað mest - með því að þeir taka á sig drápsklyfjar í 20-30 ár - og missa niður fjárhagslegt sjálfstæði og reisn . . . . .verða þrælar fjármagnseigendanna.

Rosa pistill eftir Bensa:
http://blogg.visir.is/bensi