Saturday, April 04, 2009

Ef þú ætlar að hætta að borga af skuldunum...

Ef þú ætlar að hætta að borga af skuldunum, og ert með skuldfærslur eða sjálfvirkar færslur af reikningi þínum, þá þarftu að stofna nýjan reikning og láta launagreiðandann vita af nýjum reikning til að setja launin (eða bæturnar) inn á.
Ef bankinn hefur leyfi til að taka út af launareikningi þínum þá hefur hann bara leyfi fyrir þann reikning. Bankinn hefur ekki leyfi til að fara inn á nýja reikninginn. Þú átt peningana þína og þú ræður hvað þú gerir við þá.
Ef greiðsluþjónusta er í gangi, sem tekur sjálfvirkt og skuldfærir af launareikningi þínum, þá þarf að:
  • Stofna nýjan reikning eða sparisjóðsbók. Við mælum með að hafa engan yfirdráttarmöguleika.
    Það er alveg sama hvort þetta er í viðskiptabankanum þínum eða einhverjum öðrum banka.
  • Svo er hringt í launagreiðandann og sagt frá því að launin eigi að leggjast inn á þennann nýja reikning.
  • Þetta þarf líklega að gerast í fyrir miðjan mánuðinn svo það sé öruggt að þetta gerist fyrir mánaðamótin.
Þú hættir semsagt að nota gamla reikninginn sem hefur skuldfærsluna á, og bíður róleg(ur) eftir því hvað ríkisstjórnin gerir varðandi "skjaldborg um heimilin í landinu".

No comments: