Monday, May 04, 2009

Svona bjargarðu laununum frá skuldfærslum bankanna:

Ef þú ætlar að hætta að borga af skuldunum, og ert með skuldfærslur eða sjálfvirkar færslur af reikningi þínum, þá þarftu að stofna nýjan reikning og láta launagreiðandann vita af nýjum reikning til að setja launin (eða bæturnar) inn á.
Ef bankinn hefur leyfi til að taka út af launareikningi þínum þá hefur hann bara leyfi fyrir þann reikning. Bankinn hefur ekki leyfi til að fara inn á nýja reikninginn. Þú átt peningana þína og þú ræður hvað þú gerir við þá.
Ef greiðsluþjónusta er í gangi, sem tekur sjálfvirkt og skuldfærir af launareikningi þínum, þá þarf að:
  • Stofna nýjan reikning eða sparisjóðsbók. Við mælum með að hafa engan yfirdráttarmöguleika.
    Það er alveg sama hvort þetta er í viðskiptabankanum þínum eða einhverjum öðrum banka.
  • Svo er hringt í launagreiðandann og sagt frá því að launin eigi að leggjast inn á þennann nýja reikning.
  • Þetta þarf líklega að gerast í fyrir miðjan mánuðinn svo það sé öruggt að þetta gerist fyrir mánaðamótin.
Þú hættir semsagt að nota gamla reikninginn sem hefur skuldfærsluna á, og bíður róleg(ur) eftir því hvað ríkisstjórnin gerir varðandi "skjaldborg um heimilin í landinu".

(endurtekinn pistill frá fyrri mánuði)

5 comments:

Anonymous said...

Og svo sættir þú þig bara við það að í staðinn verða teknir hærri fjármagnstekjuskattar, vextir, tekjuskattar og þjónustugjöld sem nema lánunum sem þú borgar ekki eða semur ekki um. Og til að mæta því aukna fé sem við þurfum að leggja þá í efnahag nýju bankana. Eða að ríkið lækkar öll lán um 20% og hækkar fyrrgreinda skatta um það sem því nemur á alla. Hvort sem þeir eig íbúð eða ekki.

GodZilla said...

Hlakka til að sjá næsta pistil sem hlýtur að eiga að fjalla um hvað lífeyrisþegar eiga að gera þegar að greiðslur til þeirra hætta að berast.

Anonymous said...

Það er komið nóg, einkageirinn á ekki að fá neina félagslega aðstoð, kerfi sem býður upp á það að láta almenning blæða í hvert skipti sem það drullar á sig verður að útrýma, réttlæti ekkert kjaftæði!!!

Anonymous said...

Að fólk hætti að greiða af okurlánunum, þarf ekki að þýða að eitthvað annað gerist. Hér þarf kerfisbreytingu, taka þetta upp með rótum og búa til nýtt.

Samuel kings said...

Brýn raunveruleg umsókn um lánsumsókn núna:
Citylaon & trúnaður)
Ertu að leita að viðskiptaláni? Persónulegt lán, íbúðalán, bíll
Lán, námslán, sameiningarlán skulda, ótryggð lán, fyrirtæki
Fjármagn o.s.frv .. eða hefur láninu verið hafnað af bankanum eða
Fjármálastofnun af einhverjum ástæðum. Við erum einkareknir lánveitendur og lánveitingar
Fyrir fyrirtæki og einstaklinga með lága vexti og viðráðanlega vexti frá
2% vextir. Ef þú hefur áhuga á láni? Whatsapp okkur í dag í +971544105744 eða
(cityloan2020@gmail.com) og fáðu lánið þitt í dag.