Tuesday, March 31, 2009

Gjaldþrotalög í siðlausu samfélagi

Ný lög um greiðsluaðlögun vegna veðlausra lána

Ef gjaldþrotalög á Íslandi væru eins og í siðmenntuðum samfélögum í kringum okkar, þá væri betra að láta þessar ábyrgðir falla á lánveitandann. Láta bankana bera ábyrgð á því að hafa lánað fólki of mikið.
Í nágrannasamfélögum okkar geta einstaklingar farið í gjaldþrot og byrjað á núlli eftir 2-5 ár.
Hér í þrælakistunni hafa lánastofnanir lögbundið leyfi til að vekja upp kröfuna og haldið henni vakandi alla æfi. Þannig að Íslendingar geta ALDREI BYRJAÐ Á NÚLLI.
Kannski er þetta mannréttindabrot samkvæmt EES?

Sunday, March 29, 2009

Guð láti gott á vita: Viðurkenning á því að ekki er eðlilegt að heimilin beri allan skaðann af efnahagshruninu

Tillaga um almennar aðgerðir vegna verðtryggðra lána heimilanna var samþykkt á landsfundi Samfylkingarinnar með þorra atkvæða í dag.

Tillagan hljóðar svo “Leitað verði sanngjarnra leiða til að skipta ófyrirséðu tjóni milli lántakenda og lánveitenda vegna efnahagshrunsins og hækkunar verðtryggðra lána því samfara.”

Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Sigrún Elsa Smáradóttir. Meðflutningsmenn eru Benedikt Sigurðsson, Mörður Árnason, Kristín Erna Arnardóttir, Guðrún Elín Arnardóttir, Marsibil Sæmundardóttir, Dofri Hermansson, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Stefán Benediktsson, Anna Pála Sverrisdóttir og Ingólfur H. Ingólfsson.

Samþykkt tillögunnar er mikilvægt skref. Óumdeilt er að efnahagshrunið var ófyrirsjáanlegt fyrir allan almenning. Verðbólguskotið sem því fylgdi hafði ekkert með þenslu og aukinn kaupmátt í samfélaginu að gera. Því er um að ræða ófyrirséð tjón vegna hruns á íslensku krónunni, sem eðlilegt er að skipta á milli lántakenda og lánveitanda. Samþykktin er viðurkenning á því að ekki sé eðlilegt að heimilin beri allan skaðann af þessu tjóni. Samþykktin er því mikilvægur grunnur þess að ásættanleg lausn finnist sem báðir aðilar geti sætt sig við og málin verði leyst af raunsæi og án yfirboða.

Sigrún Elsa Smáradóttir, Borgarfulltrúi.
899-8659

Saturday, March 28, 2009

Samfylking vill halda í verðtrygginguna

Landsfundur Samfylkingarinnar vill ekki álykta um verðtrygginguna. Jafnaðarmannaflokkurinn dregur taum fjármagnseigenda frekar en íslenskra fjölskyldna.

Jóhanna, hvar er skjaldborgin?

Einstæð móðir með 3 börn missti vinnu sína í vetur. Hún skilaði bílnum, sem hún hafði keypt með bílaláni. Hún skuldar bílalánið og getur ekki staðið við greiðslur. Hún er komin í vanskil með greiðslur af íbúða- og námslánum og stendur í samningum við bankann. Bankinn er að útbúa pappíra um að þeir eigi íbúðina hennar og segja þeir henni að hafa engar áhyggjur. Það nægir þeim ekki að hirða íbúðina því þeir reikna út að hún þurfi að greiða þeim vanskil ásamt kostnaði. En hún hefur áhyggjur því þeir taka ekki tillit til annarra skulda hennar þegar þeir reikna út hvað hún eigi að greiða þeim mánaðarlega. En hún ásakar sjálfa sig og finnst hún hafi verið óábyrg að kaupa sér íbúð og bíl.