Wednesday, December 03, 2008

Hagkerfi sem leyfir verðtryggingu lána getur ekki talist frjálst eða á nokkurn hátt eðlilegt.

Verðtryggingin er böl
[af vald.org]
Vaxtaþrælar

Hagkerfi sem leyfir verðtryggingu lána getur ekki talist frjálst eða á nokkurn hátt eðlilegt. Eins og alltaf þegar menn búa til annarlegar lausnir þá láta slæmar afleiðingar ekki á sér standa.

Verðtryggingin átti stóran þátt í að fasteignaverð hækkaði allt of ört árum saman. Verðtryggingin gerði bankakerfinu kleift að spila með gengi íslensku krónunnar fyrr á þessu ári. Þetta glæpsamlega hringl með krónuna gróf undan trausti landsins á erlendum peningamörkuðum og átti sinn þátt í að kerfið loks hrundi.

..........

Verðtryggingin er byggð á röngum forsendum vegna þess að hún kemur í veg fyrir að framboð og eftirspurn lækki eða hækki vexti þegar það á að gerast. Hún felur raunverulegan kostnað og eykur greiðslubyrðina þegar spurt er að leikslokum. Þetta er auglýst sem eitthvað gustukaverk en þjónar aðeins okurlánurum.

No comments: